Úrval - 01.09.1942, Síða 32
30
TJRVAL
samt ekki ánægð, því að ópíum
það, sem ræktað er í Austur-
Asíu, hefir inni að halda aðeins
lítið morfín, svo að herinn sendi
skip sín og menn til þess að afla
betra ópíums í Persíu. T. d. flutti
aðeins eitt skip — Muko Maru
— í desember 1937, hvorki
meira né minna en 240.000 pund
af ópíum heim til Japan, og á
fyrsta fjórðungi ársins 1938
jukust ópíum-kaup Japana í
Persíu hlutfallslega enn þá
meira.
Hvað varð um öll þessi ósköp
af ópíum, sem streymdi inn í
verksmiðjur Japana? Það var
meðal annars sent til Kína og á
tímabilinu 1936—39 fjölgaði
þeim, sem vitað var um að not-
uðu eiturlyf, í fjórum norður-
fylkjum Kína, úr 585,627 í rúm-
lega 13 milljónir. I hinum her-
numdu hlutum Kiangsu-, Anh-
wei- og Chekiang-fylkjanna, þar
sem stjórnin rekur ópíumverzl-
unina opinberlega', innheimtir
hún 3.000.000 dollara á mánuði
aðeins í skatt af 29smál. ópíums.
En til þess að menn geri sér Ijóst
hversu gífurlegur hagnaður
hersins er, er rétt að taka það
fram, að verksmiðjuverð ópí-
umsins er 1800 krónur kílóið, en
hjá heildsölum er verðið 4000
krónur og 5000 krónur hjá smá-
sölum.
Árið 1939 voru í Tientsin
200 heroín-verksmiðjur, sem
framleiddu 25—100 pund hver á
dag og þær veittu 5000 japönsk-
um og koreönskum verka-
mönnum vinnu. I Nanking hafði
kínversku stjórninni tekizt
næstum því að útrýma öllum
eiturlyfjum, þegar árás Japana
hófst 1937, en aðeins þrem
mánuðum eftir að Kínverjar
urðu að hörfa úr borginni, var
þar allt orðið yfirfullt af þeim.
Árið 1940 voru þar fjórar
heildverzlanir eiturlyfja, 340
reykingagreni og ' auk þess
höfðu 120 gistihús leyfi til að
selja eiturlyf.
En Japanir létu ekki aðra
hluta heimsins verða útundan,
þótt þeir legðu aðaláherzluna á
að buga Kínverja. I Tientsin,
Shanghai og Macao og fjölda
annarra hafnarborga komu nýir
kaupsýlumenn til sögunnar. Það
voru Japanir eða einhverjir,
sem höfðu mjög náið samband
við þá. Skuggalegir náungar
frá glæpamannahverfum París-
ar, Lundúnaborgar, Bukarest,
Chicago og New York voru
tíðir gestir hjá þeim.
Það er ekki mikill vandi að