Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 33
LEYNIVOPN JAPANA
31
fela eiturlyf til að smygla þeim,
í samanburði við að finna felu-
staðina eða aðferðirnar, sem
notaðar eru við smyglið. Einu
sinni handtóku amerískir lög-
reglumenn grátandi kínverska
konu, sem úthellti tárum sínum
yfir mjálmandi læðu og körfu
með níu dauðum kettlingum.
Það kom á daginn að hver
kettlingur var úttroðinn með
hreinu heroíni. I annað sinn tók
lögreglan sundur dýrindis aust-
urlenzk húsgögn og fann fólgið
í þeim heroín, sem var mörgum
sinnum verðmeira en húsgögn-
in sjálf.
Einu sinni tók lögreglan í sín-
ar vörzlur 100 stampa af soju-
baunavökva, en umboðsmenn
hennar í hafnarborg þeirri í
Asíu, þar sem þeim hafði verið
skipað um borð, grunaði að ekki
mundi allt með felldu með þessa
stampa. Þeir voru rannsakaðir
hver á fætur öðrum. Ekker var
að finna í 95 þeirra, en í hverj-
um hinna fimm voru loftþéttar
blikkdósir, sem hver um sig
hafði inni að halda 7 kg. af
hreinu morfíni.
I San Francisco handtók lög-
reglan eiturlyfjasala og hann
gaf henni upplýsingar, sem
urðu til þess að hún fór að hafa
nánar gætur á japanskri konu,
er hét Mineko Ogata. Hún þótti
ferðast grunsamlega mikið, því
að japanskar konur gera það
yfirleitt ekki — og hún tók jafn-
an barnið sitt með sér. Lög-
reglumenn veittu henni eftirför
til Seattle, þar sem hún fór um
borð í japanskt skip,“Hie Maru”,
er var nýkomið frá Japan. I
skipinu tók hún við allstórri
sendingu af morfíni, sem hún
faldi í klæðum sínum og bleyj-
um barnsins, kom því á óhultan
stað á landi og skundaði síðan
til Vancouver. Þar veitti hún
annarri álitlegri morfínsend-
ingu móttöku og vafði hana inn
í hrúgu af óhreinum bleyjum.
Með því að ná í þennan kven-
mann tókst lögreglunni að hafa
hendur í hári manna, sem höfðu
smyglað tugum smálesta af
hreinu heroíni og morfíni inn í
Bandaríkin og Kanada í mörg
ár.
Menn eru mjög áhyggjufullir
út af því, hvað gerast muni í
löndum, sem Japanir hafa lagt
undir sig frá þeim tíma, er þeir
hófu þátttöku í stríðinu. Hvar
sem Japanir hafa náð völdum,
hafa menn vanizt á eiturlyfja-
notkun í hundraðatali, og það er
ástæða til að ætla, að þeir fari