Úrval - 01.09.1942, Page 40
38
ÚRVAL
hófst framleiðslan á stanga-
járni — en ég sá ekki smjör í
12 mánuði, kjöt sjaldan og
brauð var skammtað.
Smám saman varð viðurværið
skárra, og eftir því sem hinir
rússnesku iðnaðarverkamenn
æfðust í starfinu, urðu afköstin
meiri. Núna er þetta eitt af
stærstu stáliðjuverum í heimi,
sem framleiðir 6000 smálestir
af stáli á degi hverjum. Auð-
vitað falla til ýms verðmæt úr-
gangsefni við vinnsluna. í kring-
um iðjuverið hafa risið upp
fjölda margar verksmiðjur, sem
vinna úr stálinu, og er að
minnsta kosti ein þeirra vopna-
verksmiðja, sem flutt var frá
Moskva á árinu 1941.
Hinni upphaflegu áætlun hefir
verið breytt mjög til batnaðar
í einu tilliti. 1 stað þess að flytja
kolin alla leið frá Kuzbas, eru
85 af hundraði þeirra unnin í
námum við Karaganda, sem að-
eins eru 1000 kílómetra frá
Magnitogorsk. Það sem á vant-
ar verður að flytja frá Kuzbas
og öðrum námum í Úralfjöllun-
um til þess að fá hæfilega blönd-
un í bræðsluofnana. En kola-
vagnarnir frá Kuzbas fara ekki
tómir til baka. Þeir fara hlaðnir
járnsteini, sem unninn er þar.
Áætlað er, að Magnitogorsk
hafi kostað sem svarar tveim
billjónum rúblna. Enginn veit,
hvað þetta hefir kostað rúss-
nesku þjóðina miklar fórnir, en
hitt vita menn, að þriðjunginn
af þessu, um 2.000.000.000
króna urðu þeir að borga fyrir
vélar og tæki, sem þeir keyptu
frá útlöndum, og það hafa þeir
orðið að borga í nauðsynjum
eins og hveiti og smjöri.
I þau fimm ár, sem ég var í
Úralhéruðunum, heimsótti ég
önnur iðjuver, sem voru allt að
því eins stór og Magnitogorsk.
Ég sá hina miklu dráttarvéla-
verksmiðju í Chelyabinsk, búna
hinum vönduðustu vélum frá
Þýzkalandi, Englandi og Ame-
ríku. Ein verksmiðja þar, sem
steypir öxulblokkir í sjálfvirk-
um vélum, er eitt af furðuverk-
um tækninnar. Önnur verk-
Smiðja skammt þar frá, býr til
alls konar vélar. Nú framleiða
þessar verksmiðjur báðar skrið-
dreka.
Tvisvar kom ég í hin voldugu
iðjuver í Sverdlovsk, sem áður
hét Ekaterinburg. 1 verksmiðju
númer 2 voru amerískir stál-
rennibekkir og heflar af vönd-
uðustu gerð. Fyrst bjó verk-
smiðja þessi til vélaása og fall-