Úrval - 01.09.1942, Page 43
IÐNAÐURINN 1 ÚRALHÉRUÐUNUM
41
ovsk og Komsomolsk eru flug-
vélaverksmiðjur. Og ég hefi
ástæðu til að ætla, að tekizt hafi
að flytja margar flugvélaverk-
smiðjur af hættusvæðunum,
austur á bóginn. Áætlanir voru
gerðar um slíka flutninga, þegar
á árinu 1940, og ég sá oftar en
einu sinni heilar járnbrautar-
lestir hlaðnar allskonar vélum á
austurleið.
Ég veit um 20 rússneskar
flugvélaverksmiðjur. En ég er
viss um, að það eru margar
stórar verksmiðjur langt inni í
Síberíu, sem aldrei hefir neitt
heyrst um. Ég kom að austan
með Síberíubrautmni og víða sá
ég stórar, nýjar verksmiðjur og
nýjar iðnaðarborgir. En enginn
vildi segja hverskonar verk-
smiðjur þetta væri.
Rússland hefir vissulega tap-
að mörgum þýðingarmiklum
iðnaðarsvæðum, en iðnaðarhér-
uðin austur í Úral búa yfir
meiru en umheiminn grunar.
Rússar geta enn háð vélastyrj-
(öld.
Þyngsta áfallið fyrir Rússa
yrði missir olíulindanna suður í
Kákasus. Það er að vísu álitið,
að hinar nýju olíulindir í Úral
séu auðugri, en vinnsla þeirra
er tiltölulega mjög skammt á
veg komin. Níu tíundu af allri
olíu Rússa hefir hingað til kom-
ið frá Kákasus. Þessar olíulindir
mega þeir ekki missa, hvað sem
það kostar, því að Rússum er
meiri þörf á að fá næga olíu en
nokkurri annarri þjóð í heimi,
jafnvel Bandaríkjunum. Þeir
þarfnast olíu ekki aðeins fyrir
skriðdreka og flugvélar, öll
landbúnaðarframleiðsla þeirra
byggist á vélum, og þeir gætu
ekki horfið að hinum gömlu
framleiðsluháttum, þótt þeir
vildu. Það er vafasamt, að mat-
arforði sá, sern stjórnin ræður
yfir, mundi nægja nema í
nokkra mánuði.
Nýju olíulindirnar í Úralhér-
uðunum og fyrir austan Kaspia-
hafið, mundu ef til vill nægja
handa iðnaðinum, en missir
Kákasus yrði örlagaríkt áfall,
og ekkert nema síaukin hjálp
frá Bandamönnum mundi geta
bjargað Rússum í þessum efn-
um.
^LLAR SKISSUR eru afsakanlegri en aðferðir, sem upphugs-
aðar eru ±il að leyna þeim. La Rochefoucauld.
6