Úrval - 01.09.1942, Side 49
HERGÖGN ÚR SJÁVARSELTU
47
Magnesíum er enn of fágætt
til þess að það sé notað í nokkuð
annað en hreyfla. Flugvélasmiði
langar mikið til að geta notað
það í ýmislegt annað, yfirleitt
allt, sem alumíníum er notað í
núna.
Þjóðverjar eru langt á undan
Bandaríkjunum í að nota
magnesíum. Fyrir 1914 keyptu
þau það litla, sem þau þurftu, af
Þjóðverjum, og það var aðal-
lega notað við ljósmyndatökur.
Þegar fyrri heimsstyrjöldin var
á enda, höfðu Þjóðverjar afar
mikið af magnesíum, en skorti
hins vegar kopar og aðra
málma, sem þeir urðu að fá frá
öðrum löndum, svo að þeir fóru
fyrir alvöru að athuga, hvað
hægt væri að gera við magne-
síum. Það var vitað í öðrum
löndum, að þeir hefði náð góð-
um árangri í þessu efni, en
menn grunaði alls ekki, hvert
gagn var að „Öskubusku" fyrr
en Bretar skutu niður tvær
Messerschmitt-flugvélar og gátu
kynnt sér hyggingu þeirra 1
«næði.
Þá var líka tekið til óspilltra
málanna. Það var þörf fyrir
mikið af magnesíum og nóg var
til af því, af því að það er þriðja
algengasta efnið í jarðskorp-
unni. En það finnst aldrei
hreint, leitar alltaf félags við
önnur efni, en þetta ,,lauslæti“
hefir líka sína kosti, því að t. d.
bruni íkveikjusprengjunnar
stafar af því, að súrefni og
magnesíum ganga í samband.
Hreint magnesíum verður því
að vinna úr efnasamböndum.
Þegar heimsstyrjöldin fyrri
hófst 1914 lokaðist leiðin til
Þýzkalands og Dow-félagið, er
framleiddi kemisk efni, tók að
sér að sjá fyrir magnesíumþörf-
um Bandaríkjanna. Vann það
málminn úr saltnámum í Michi-
gan, auk ýmissa annara málma.
Þegar stríðinu lauk, hélt Dow
áfram við magnesíum-fram-
leiðsluna og reyndi að auka
notkun þess, en það var ekki
fyrr en núverandi stríð hófst, að
eftirspurnin fór fram úr fram-
boðinu.
Dow jók þá framleiðsluna úr
3500 smál. í 9000 smál. á ári, og
þegar enn meiri kröfur voru
gerðar var farið að hugsa um að
vinna úr sjónum, Vísindamenn
hafa sem sé reiknað það út, að
í hverjum rúmkílómetra af sjó
sé 1,400,000 smál. af magnesí-
um. Ef lesandinn á bágt með að
gera sér grein fyrir því magni,
þá ætti hann að hugsa sér bað-