Úrval - 01.09.1942, Síða 51
HERGÖGN ITR SJÁVARSELTU
49
munandi hreyfla-hluti. Það virð-
ist hægðarleikur að framleiða
þá, en mikið fór til spillis og
margir brenndu sig fyrst, þegar
verið var að þreifa sig áfram.
Þegar bráðnum málminum er
rennt í mótin, er dufti af bór-
sýru og brennisteini stökkt á
hann. Duftið heldur loftinu frá
málminum, og því er líka bland-
að í sandinn í mótunum, því að
loft getur alltaf setið í honum.
Hvar, sem bráðið magnesium er
á ferðinni, er maður tilbúinn til
að hella dufti á það.
I verkstæðunum, þar sem
ýmsir hlutir eru smíðaðir úr
magnesium með vélum, verður
að gæta sömu varúðar. Ekkert
korn eða ,,spónn“ af magnesium
fær að liggja innan um vélarn-
ar, því að það gæti orðið dýrt
spaug. Ef núningur vélanna
sjálfra við málminn orsakar
íkveikju, er talkúmi dembt yfir
eldinn. Það má að vísu nota
sand, en hann mundi eyðileggja
vélina jafnframt því, sem hann
kæfði eldinn. Vökvar eru ónot-
hæfir, og því stendur á hverju
sjálfvirku slökkvitæki: ,,Má
ekki notast við magnesium."
Vatn má aðeins nota sem kæl-
andi úða — það ættu menn að
hafa hugfast, þegar barizt er
við eldsprengjur.
Loks er svo komið, að menn
hafa viðurkennt magnesium sem
nothæfan málm. Þegar stríðinu
lýkur mun það valda byltingu í
daglegu lífi manna. Það er nóg
til af því og er hræódýrt (kost-
aði áður kr. 3,25 pundið, er nú
í kr. 1,50 og fer vafalaust lækk-
andi). Barnavagnar úr því
verða laufléttir. Eldhúsáhöld
verða sterk og endingargóð, án
þess að þyngjast.
Mest verður þó gagnið af því
fyrir samgöngurnar. Það mun
skapa ódýrari flugvélar — ódýr-
ari í byggingu, ódýrari í rekstri.
Það hefir verið reynt í bílagrind-
ur og gefizt vel.
Hvar sem þörf verður fyrir
léttleika og styrk, þar mun
magnesium koma til skjalanna
— létt sem tré, sterkt sem járn.
Það mun leysa af hendi mikil-
vægt hlutverk í lífi okkar.
oo#cw
JpLÖTTADRENGUR frá Englandi hafði verið í cirkus í New York.
Þegar hann var spurður, hvort honum hefði þótt gaman, sagði hann:
„Já, að öilu nema. fílunum, þeir tóku aldrei af sér gasgrímurnar.“
7