Úrval - 01.09.1942, Síða 52
Vísindamenn víðsvegar um heim heyja þrotlausa baráttu
við þessa ægilegn styrjaldarfarsótt —
og eygja nú loks árangur.
Verður útbrotataugaveikinni útrýmt?
Grein úr „Tomorrow“,
eftir Joseph Hirsh og Leonard Allen.
l_Jr ERMENN hafa sjaldan
* unnið styrjaldir," sagði
hinn látni dr. Hans Zinsser.
„Flóðöldur farsóttanna hafa
oftar ráðið meiru um úrslit
þeirra.“
Þegar Napoleon var á und-
anhaldi sínu frá Moskvu, þá
hrundu herskarar hans niður
úr hinni mannskæðu útbrota-
taugaveiki. Enn eru ekki meira
en 25 ár síðan herir Þjóðverja
og Austurríkismanna voru
algerlega stöðvaðir í sex örlaga-
ríka mánuði af skæðri út-
brotataugaveikisfarsótt, sem
gaus upp í Serbíu. Með hverj-
um mánuði sem líður af núver-
andi heimsstyrjöld, verða fórn-
arlömb þessarar farsóttar fleiri
og er þau að finna víðsvegar um
Evrópu, þar á meðal í þeim
hlutum Rússlands, sem Þjóð-
verjar hafa á valdi sínu og jafn-
vel inni í miðju Þýzkalandi.
Enn þá ráða vísindin ekki yfir
öðrum framkvæmanlegum, full-
prófuðum varnaraðferðum gegn
veikinni en notaðar voru fyrir
25 árum, enda þótt í vændum
sé nýtt varnarmeðal, sem enn er
ekki fengin full reynzla fyrir.
Vörn þessi liggur í uppgötvun
bóluefnis, sem nokkrar tilraunir
hafa verið gerðar með. Má
vænta af því mikils árangurs,
þ. e„ að farsóttin verði miklum
mun vægari og dánartala af
hennar völdum hverfandi. Jafn-
vel má búast við algjöru ónæmi.
Hvort uppgötvun bóluefnisins
ber tilætlaðan árangur, er ráð-
gáta, sem enn er hulin í líköm-
um þrjú þúsund Indíána. Rauð-
skinnar þessir búa langt uppi í
hinum skuggalegu Andesf jöllum
Bólivíu, þar sem vísindamenn
frá Bandaríkjunum stjórna nú
fjölda tilraunum með bóluefnið.
Ef tilraunir þessar sanna kenn-
ingar vísindamannanna, verður
hægt að flytja út bóluefni í
stórum stíl þegar í stað. Bar-
átta, sem stöðugt hefir verið