Úrval - 01.09.1942, Síða 57
Hvernig Þjóðverjar unnu Eben Emael.
Grein úr „Infantry Journal“
eftir Paul W. Thompson, liðsforingja.
17IRKIÐ Eben Emael, þýðing-
' armesti hlekkurinn í varn-
arkeðju Belgíu, var af herfræð-
ingum talið ósigrandi með árás.
Það væri hægt að umkringja
það og svelta varnarliðið inni og
neyða það þannig til að gefast
upp, en með beinu áhlaupi mundi
það aldrei takast. — Og þó
voru ekki liðnar nema 36
klukkustundir frá því að þýzki
herinn fór yfir belgísku landa-
mærin og þangað til varnarliðið
— 1400 menn — neyddist til að
koma upp úr neðanjarðarvirkj-
um sínum og gefast upp.
Umheimurinn krafðist skýr-
ingar á þessu óvænta fyrir-
brigði. Furðulegar frásagnir um
nýja gastegund, sem lamað
hefði allt varnarliðið, birtist í
blöðum, og ótal getgátur um
nýtt „leynivopn“ Þjóðverja
komust á kreik. En herfræðing-
ar voru ekki ánægðir með slíkar
skýringar. Hlutverk þeirra var
að leysa þessa gátu á grundvelli
Fall belgíska virkisins Eben Emael,
36 klukkustundum eftir að Þjóðverj-
ar hófu árás sína á það, hefir fram
til þessa verið einhver furðulegasti
leyndardómur þessarrar styrjaldar.
Hér birtist í fyrsta skipti skýringin
á því, hvernig þessi taka fór fram í
raun og veru.
óyggjandi staðreynda, og nú er
hin rétta skýring loks fengin.
Við skulum fyrst virða fyrir
okkur sjálft virkið. Það stóð á
hásléttu nálægt ánni Meuse og
Albertsskurðinum, þannig að
bakkar hvorutveggja nutu varn-
ar þess. Umhverfis það voru
mörg smærri virki, er náðu yfir
svæði, sem var tæpa þrjá fer-
kílómetra að flatarmáli. Virki
þessi voru úr stáli, brynplötum
og járnbentri steinsteypu, greipt
djúpt niður í bjarg og tengd
saman með ótal neðanjarðar-
göngum. Öll voru þau búin stór-
um fallbyssum og ótal vélbyss-
um. Umhverfis þau — og sjálft
aðalvirkið — voru þéttar gadda-