Úrval - 01.09.1942, Page 59
HVERNIG ÞJÓÐVERJAR UNNU EBEN EMAEL.
57
um úrslitin. Virkin höfðu verið
gerð til að standa af sér árásir
eins og þessar, og þau höfðu
ekki enn orðið fyrir neinum al-
varlegum skemmdum. Það, sem
unnist hafði við árásina, var
það, að nokkrum hindrunum
hafði verið rutt úr vegi, margar
jarðsprengjur eyðilagðar og
myndast höfðu sprengjugígir
víðs vegar í kringum virkin.
í dögun daginn eftir hófu
verkfræðingarnir sókn sína upp
hrekkurnar. Sóknin var erfið og
hættuleg. Skothríð varnarliðsins
var látlaus. Raunverulega var
það aðeins eitt, sem gerði þessa
sókn mögulega. Það voru hinir
mörgu sprengjugígir, sem loft-
árásirnar daginn áður höfðu
myndað. Ef árásarsveitin hefði
ekki haft þessa gígi til að leita
skjóls í á framsókn sinni, mundi
hún hafa verið þurrkuð út.
Nú hófst meginþáttur árásar-
innar. Fyrsta markmiðið var að
koma verkfræðingunum upp að
nokkrum fyrirfram ákveðnum
smávirkjum. Til þess að verja
framsókn þeirra var hafin áköf
skothríð með fallbyssum og
loftvarnabyssum á byssustæði
og skotraufar virkjanna og leit-
ast við að eyðileggja þannig
,,augu“ vamarliðsms. Efnafræð-
ingarnir ,,blinduðu“ fremstu
varnarvirkin með reyk og fót-
gönguliðið hélt uppi látlausri
riffla- og vélbyssukothríð á
skotraufarnar og fylgdi fast á
eftir verkfræðingunum.
Það var djarft teflt með þessu
áhlaupi — fífldjarft, enda var
mannfallið mikið meðal verk-
fræðinganna, þegar þeir skutust
á milli sprengjugíganna. Þeir
voru raunverulega lifandi
vopnabúr, ef svo mætti segja.
Þeir höfðu handsprengjur inn á
sér og í stígvélunum. Um háls-
inn höfðu þeir strigapoka, sem
í voru sjö punda TNT-hylki.
Hver einasti hermaður var með
riffil eða handvélbyssu. Margir
ýttu á undan sér eða drógu á
eftir sér 15 feta langar steng-
ur, sem TNT-hylki voru bundin
við endanna á milli. Enn aðrir
drógu á eftir sér eldvörpur.
Þetta var furðulegur, nærri því
fáránlegur her, en hver einasti
hlutur hans, hvert einasta við-
bragð hans, var árangur margra
mánaða þrotlausra æfinga.
Stengurnar með TNT-hylkj-
unum voru — eins og í fyrri
heimsstyrjöld — notuð til að
sprengja skörð í gaddavírs-
flækjurnar. Hver stöng sprengdi
um 20 feta breitt skarð og eyði-
8