Úrval - 01.09.1942, Síða 59

Úrval - 01.09.1942, Síða 59
HVERNIG ÞJÓÐVERJAR UNNU EBEN EMAEL. 57 um úrslitin. Virkin höfðu verið gerð til að standa af sér árásir eins og þessar, og þau höfðu ekki enn orðið fyrir neinum al- varlegum skemmdum. Það, sem unnist hafði við árásina, var það, að nokkrum hindrunum hafði verið rutt úr vegi, margar jarðsprengjur eyðilagðar og myndast höfðu sprengjugígir víðs vegar í kringum virkin. í dögun daginn eftir hófu verkfræðingarnir sókn sína upp hrekkurnar. Sóknin var erfið og hættuleg. Skothríð varnarliðsins var látlaus. Raunverulega var það aðeins eitt, sem gerði þessa sókn mögulega. Það voru hinir mörgu sprengjugígir, sem loft- árásirnar daginn áður höfðu myndað. Ef árásarsveitin hefði ekki haft þessa gígi til að leita skjóls í á framsókn sinni, mundi hún hafa verið þurrkuð út. Nú hófst meginþáttur árásar- innar. Fyrsta markmiðið var að koma verkfræðingunum upp að nokkrum fyrirfram ákveðnum smávirkjum. Til þess að verja framsókn þeirra var hafin áköf skothríð með fallbyssum og loftvarnabyssum á byssustæði og skotraufar virkjanna og leit- ast við að eyðileggja þannig ,,augu“ vamarliðsms. Efnafræð- ingarnir ,,blinduðu“ fremstu varnarvirkin með reyk og fót- gönguliðið hélt uppi látlausri riffla- og vélbyssukothríð á skotraufarnar og fylgdi fast á eftir verkfræðingunum. Það var djarft teflt með þessu áhlaupi — fífldjarft, enda var mannfallið mikið meðal verk- fræðinganna, þegar þeir skutust á milli sprengjugíganna. Þeir voru raunverulega lifandi vopnabúr, ef svo mætti segja. Þeir höfðu handsprengjur inn á sér og í stígvélunum. Um háls- inn höfðu þeir strigapoka, sem í voru sjö punda TNT-hylki. Hver einasti hermaður var með riffil eða handvélbyssu. Margir ýttu á undan sér eða drógu á eftir sér 15 feta langar steng- ur, sem TNT-hylki voru bundin við endanna á milli. Enn aðrir drógu á eftir sér eldvörpur. Þetta var furðulegur, nærri því fáránlegur her, en hver einasti hlutur hans, hvert einasta við- bragð hans, var árangur margra mánaða þrotlausra æfinga. Stengurnar með TNT-hylkj- unum voru — eins og í fyrri heimsstyrjöld — notuð til að sprengja skörð í gaddavírs- flækjurnar. Hver stöng sprengdi um 20 feta breitt skarð og eyði- 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.