Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 61
„Eg dey í dögun".
Úr „This Week, New York Her&ld Tribune".
Faðir minn!
Það er erfitt fyrir mig, að
skrifa þér þetta bréf, en ég
verð að segja þér, að herdóm-
stólinn hefir kveðið upp mjög
þungan dóm yfir okkur.
Lestu þetta bréf í einrúmi, og
segðu svo mömmu frá með
varúð.
Þegar ég skrifaði þér síðast,
14. febrúar, vissum við þegar,
að við höfðum verið dæmdir til
dauða. En mig brast kjark til
þess að skrifa þér það, enda
vildi ég ekki leggja á ykkur
kvíða biðtímans. Beiðni um náð-
un fyrir okkur, sem send var til
París, var neitað, enda þótt við
héldum, að líkurnar væru
nokkrar, því ekki höfðum við þó
gerzt sekir um glæp.
Eg nefndi kvíða, ekki ótta.
Ég hefi verið óttalaus. Ég hefi
getað beðið mikið og ég er þess
fullviss, að ég geti dáið í Kristi.
Að hðinni lítilli stundu á það
að ske, klukkan fimm. Óttalegt
er það ekki, —- aðeins eitt
augnablik, og síðan verð ég hjá
Bréf þetta er skrifað af 22 ára
g'ömlum, hollenzkum pilti rétt áður
en hann var tekinn af lífi ásamt
þrem félögum sínum, 27. febrúar
1942. Sök þeirra var sú, að þeir höfðu
flúið frá Hollandi til þess að ganga
í hollenzka herinn í Bretlandi. En þeir
voru teknir höndum í hinum her-
numda hluta Frakklands. Þýzkur
herréttur dæmdi þá til dauða 13. febr.
„fyrir að aðstoða óvinina“. 1 ein-
iægni sinni og látleysi er þetta bréf
eins og lýsandi stjarna í því regin-
myrkri hörmunga, sem nú þjakar
mannkynið, heilög staðfesting á þeim
mætti, sem engin vopn fá grandað.
guði, — ógnir, eymd og harm-
ur þessarar jarðar horfið að
fullu. Skyldi ég hræðast slík
umskipti ?
Þvert á móti. Guð er oss hæli
og styrkur. Hann hefir sagt oss,
að hann yfirgefi oss aldrei, vill
að vér biðjum hann um hjálp.
Ég hefi sterka vitund um ná-
lægð guðs, því er ég til fulls
undir það búinn að deyja. Ég
vona að þetta verði ykkur til
huggunar.
8*