Úrval - 01.09.1942, Page 63
Landið, sem heyir vopnlausa baráttu
fyrir sjálfstæði sínu.
Sviss — eyjan í ófriðarhafinu.
Grein úr „The American Mercury"
eftir Anita Daniel.
^VISS er eina nágrannaríki
Þýzkalands, sem ekki hefir
orðið að lúta vopnavaldi þess, eini
friðarbletturinn á öllu megin-
landi Evrópu. En ægivald ófrið-
arins varpar skugga sínum á
það og óttin við að verða þess-
um vágesti að bráð hvílir eins
og farg á frelsisþrá fólksins,
sem byggir það. Öldur eyðilegg-
ingarinnar skella í sífellu á
landamærum þess, hernaðar-
flugvélar svífa yfir friðsælum
fjallabyggðum þess og myrkv-
unin hvílir eins og mara yfir
borgum þess.
Eigi að síður eru Svisslend-
ingar staðráðnir í því að berj-
ast fyrir þessu takmarkaða
frelsi til síðasta blóðdropa —
og svo má heita, að hver ein-
asti maður sé hermaður, hvort
sem hann er í hernum eða ekki.
Það stafar enginn hetjuljómi
af þessari einbeittu ákvörðun
þeirra. Þvert á móti gerir
stjórnin og mikill fjöldi þjóðar-
innar tilslakanir gegn vilja sín-
um til þess að friða ágenga
óvini og reyna að afla þjóðinni
lífsviðurværis, þar sem aðeins
er hægt að eiga viðskipti við
möndulveldin. Enginn efast um
hið raunverulega eðli hlutleysis-
ins. En engu að síður virðast
allir vera staðráðnir í því, að
gefast ekki upp án baráttu.
Á ytra borðinu er landið vit-
anlega eins fagurt og áður.
Hreinlegar járnbrautalestir lið-
ast hægt inn á milli fjallanna
— yfirfullar af fólki, en jafn
stundvísar og áður — Þær
breytingar, sem átt hafa sér
stað í Sviss, eru enn ekki sjáan-
legar úr gluggum lestanna. Hér
og hvar má enn þá sjá þjóðlegar
skemmtanir, dansa og söng.
Sviss verður að kaupa hið
fallvalta hlutleysi sitt dýru
verði. Stjórnin er í mjög erfiðri
að stöðu. Hún verður ekki ein-
ungis að færa sífelldar fórnir
til að verjast áföllum heldur