Úrval - 01.09.1942, Síða 66
64
ÚRVAL
Óttinn við þýzka innrás er
ekki orðin nærri eins mikill og
í upphafi stríðsins. Stafar það
að nokkru leyti af því, að þjóðin
er farin að venjast hættunni.
Það leikur enginn efi á því,
að slík innrás mundi heppnast
— þrátt fyrir ágætt skipulag
svissneska hersins, og þrátt
fyrir hin ágætu skilyrði til smá-
skæruhernaðar í fjöllunum. -—
Þjóðverjar gætu gert það, en
það yrði þeim dýrkeypt. Fáum
mínútum eftir að innrásin hæf-
ist mundu Gotthard og Simplon
göngin verða sprengd í loft upp
og það tæki fimm ár að byggja
þau upp að nýju. Gegnum þessi
göng fer á fimmtán mínútna
fresti dag og nótt allan ársins
hring lest hlaðin þýzkum kolum
og öðrum varningi til Ítalíu.
Eyðilegging þessara jarðgangna
mundi vera óbætanlegt tjón.
Baráttuhugur og kjarkur
svissneka hersins er óbilandi, og
er það að miklu leyti að þakka
áhrifum yfirmanns hersins,
Guisan hershöfðingja. Það er
opinbert leyndarmál, að Guisan
hefir oftar en einu sinni spyrnt
við fæti, þegar stjórnin í Bern
var reiðubúin til að láta undan
áleitnum kröfum Þjóðverja. —
Hershöfðinginn á miklum vin-
sældum að fagna vegna her-
stjórnarhæfileika sinna, um-
hyggju fyrir velferð hermanna
sinna og mikillar glæsimennsku.
Þó að hverskonar foringjadýrk-
un sé hinum lýðræðissinnuðu
Svisslendingum mjög fjarri
skapi, er Guisan í þessu efni.
undantekning. Það heimili er
naumast til í Sviss, sem ekki
hefir á einhverjum vegg sínum
mynd af þessum glæsilega og
hermannlega foringja.
Á hverju kvöldi klukkan tíu
er allt landið myrkvað. Þessar
myrkvanir eru hættulegar af
því að þá er ekki hægt að að-
greina Sviss frá ófriðarlöndun-
um, sem liggja að því á alla
vegu, en ítalir kröfðust þessa,
til þess að brezkir flugmenn
gætu ekki notað hinar upplýstu
borgir sem leiðarljós í árásar-
ferðum sínum til Italíu. Allt
næturlíf er nú lagt niður. Samt
eru kvikmyndahús og veitinga-
salir enn sóttir. Fólk kemst
ferða sinna með aðstoð lítilla,
bláskyggðra vasaljósa.
Allir Svisslendingar hlusta
þrisvar á dag á brezkar útvarps-
stöðvar á frönsku. Fólk gerir
ekki á almannafæri athuga-
semdir um þær fréttir, sem það
heyrir eða sér í blöðunum —-