Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 70
68
TJRVAL
ingu á eftirlætisleik frumeinda
á sólinni. Þessi leikur, sem er
hraðari en ofsafengnasti hvirfil-
bylur, fer fram á þenna hátt:
Kolefniseind nær fyrst í knött-
inn, sem er kjarni vetniseindar.
Með því að mynda einskonar
frumeindahvirfilbyl, getur kol-
efniseindin klofið vetniseindina.
Þegar hraðinn minnkað aftur,
hafa báðar þessar eindir breyzt í
eina köfnunarefniseind. En sú
myndbreyting varir ekki lengi.
Leikurinn er endurtekinn, og að
honum loknum sjáum við kol-
efniseindina birtast aftur.
En nú er kolefniseindin
breytt. Eins og æstur keppandi
á leikveili „grípur" hún annan
knött (vetniseind aftur) og nær
geysihraða •— en árangurslaust.
Þegar hægir aftur, kemur köfn-
unarefniseind í ljós. En nú er
köfnunarefniseindin æðisgengin,
ef svo mætti segja. Hún þrífur
þriðja vetniskjarnan og hefur
hringdansinn að nýju.
Nú skulum við fyigjast vel
með. Hraðinn, hitinn og hinir
þrír þungu knettir, eru köfnun-
arefniseindinni ofurefli. Hún
hægir allt í einu á sér og stöðv-
ast. 1 sama mund grípur kol-
efniseind nokkur fjórða kjarn-
ann og varpar honum líkt og
handsprengju beint á örmagna
köfnunarefniseindina.
Það verður ægileg sprenging,
og þegar hún er um garð geng-
in eru eftir hin upphaflega kol-
efniseind og auk þess ný helium-
eind. Athugum lokaúrslitin. Við
byrjuðum með kolefni og við
endum á því. Hvað hefir unn-
ist?
Fjórir vetniskjarnar voru
notaðir — ein heliumeind er
eftir, og meðan á þessum æðis-
gengna leik stóð, hefir myndazt
feikna hiti. Þessi hitaorka er
skilyrði þess, að sólin haldi
áfram að skína og að frá henni
geisli sá hiti, sem er undirstaða
alls lífs á jörðinni.
Ef til vill halda menn nú, að
við eigum langt í land með að
svara spurningunni: Hvers
vegna er verið að kljúfa frum-
eindirnar? Virðum fyrir okkur
hvað gerist, er frumeindirnar
bregða á leik á sólinni. Þær
kljúfa hver aðra og afleiðingin
er hiti. Hiti er orka. Mannkynið
hefir mikil not fyrir orku, og
því eru vísindamenn nú að leit-
ast við að kljúfa frumeindina til
þess að framleiða gnótt orku.
Hve mikla? Sannleikurinn er
sá, að þegar kolefniseindin fer
hamförum á sólinni, þá skapar