Úrval - 01.09.1942, Page 77
HVAR Á AÐ HEFJA SÓKNINA?
75
hægt er, til Kyrrahafsvígstöðv-
anna, með þeim fáu undantekn-
ingum, sem getið hefir verið.
III.
Alaska, sem Mitchell hers-
höfðingi sagði að væri „Akkill-
esar-hæll varna Ameríku", er sá
staður Norður-Ameríku, sem er
næstur Japan. Þess vegna er
nauðsynlegt fyrir Japani að
halda þeirri fótfestu, sem þeir
hafa náð á Aleuteyjum. Á þann
hátt geta Japanir ekki aðeins
tryggt sig gegn árás á heima-
iandið frá Ameríku, heldur hafa
þeir og aukið mjög áhrif sín á
norðurhluta Kyrrahafsins.
Það er erfitt að hrekja Japani
frá eyjunum og ef þeim tækist
að fá fótfestu á sjálfu megin-
landinu, þá yrði jafn erfitt að
hrekja þá þaðan og að ná Nor-
egi úr höndum Þjóðverja. Gæti
Japanir komið sér upp flug-
stöðvum í Alaska, þá er hætt við
því, að þeir geti fikrað sig langt
suður eftir Kanada og ef þeir
kæmu sér upp bækistöðvum á
auðnunum þar, þá yrði enginn
hægðarleikur að finna þær
og eyðileggja. Þaðan gætu
sprengjuflugvélar farið í leið-
angra til borganna á vestur-
ströndinni, Miðríkjunum og á
Atlantshafsströndinni.
Alaska er ákjósanleg bæki-
stöð til að greiða Bandaríkjun-
um banahöggið — en þaðan
ættu þau líka að hef ja sókn sína
á hendur Japönum og láta sér
nægja að halda því, sem þau
hafa í Suður- og Mið-Kyrra-
hafi.
Leynisamning þyrfti að gera
við Rússa um að við fengjum
afnot flug- og flotastöðva í Síbe-
ríu, og jafnframt ættu Rússar
að hraða vegalagningu austur
til Beringssundsins andspænis
Alaska, með það fyrir augum að
hægt sé að senda þeim nauð-
synjar þá leið.
Jafnframt ætti tafarlaust að
vinda bráðan bug að því að full-
gera veginn norður til Alaska.
Hann er nauðsynlegur til að
hægt sé að vinna sigur í stríð-
inu. I stað þess að vera eitt eða
fleiri ár að gera þetta á venju-
legan hátt ætti að senda hundr-
uð þúsunda verkamanna til að
vinna að þessu, frá báðum end-
um og í miðjunni. Hver einasta
vegalagningavél í Bandaríkjun-
um og Kanada ætti að vera
þarna og ef nauðsyn krefði, ætti
herinn að leggja til fjórðung
milljónar manna.