Úrval - 01.09.1942, Page 89
TUNGLJÐ ER HORFIÐ
8T
„Við leggjum ekki áherzlu á
það,“ sagði ofurstinn. „Reynsla
okkar er sú, að ef foringjaráð
taýr undir sama þaki og stjórn-
arvöld staðarins, er meiri ró
yfir öllu.“
„Þér eigið við,“ sagði Orden,
„að um samvinnu sé að ræða?“
„Já, ég býst við því.“
Orden borgarstjóri leit vand-
ræðalega á Winter lækni, en frá
honum fékk hann ekki nema
bros út í annað munnvikið.
„Leyfist mér að hafna þessum
heiðri?“ sagði Orden borgar-
stjóri.
„Nei, því miður,“ sagði ofurst-
inn. Við vinnum samkvæmt
fyrirskipunum.“
„Fólkið fellir sig ekki við
þetta,“ sagði Orden.
„Þér eruð alltaf að tala um
fólkið! Það er afvopnað. Því
kemur þetta ekkert við.“
Orden borgarstjóri hristi
höfuðið. „Þér skiljið þetta ekki,
herra minn.“
Að framan barst reiðileg
kvennmannsrödd, dynkur og óp
frá karlmanni. Jósep kom þjót-
andi inn úr dyrunum.
„Hún skvettir sjóðandi vatni.
Hún er öskuvond.“
Fyrirskipanir og hælaskellir
heyrðust gegnum dyrnar. Lans-
er ofursti reis þunglamalega á
fætur. „Ráðið þér ekkert við
þjónustufólk yðar, borgar-
stjóri?“ spurði hann.
Orden borgarstjóri brosti..
„Ekki vel,“ sagði hann. „Hún
er góð matreiðslukona, þegar
hún er ánægð. Meiddist nokk-
ur?“ spurði hann Jósep.
„Vatnið var sjóðandi.“
Lanser ofursti sagði: „Við
viljum fá að vinna okkar starf
í friði. Það er verkfræðilegt. Þér
verðið að hafa hemil á mat-
reiðslukonunni."
„Ég get það ekki,“ sagði
Orden. „Henni er frjálst að
segja sig úr vistinni.“
„Þetta nær ekki nokkurri átt.
Hún getur ekki sagt upp.“
„Þá skvettir hún vatni,“ sagði
læknirinn.
Hurð opnaðist og hermaður
stóð í dyrunum. „Á ég að taka
kvenmanninn fastan, ofursti?“
„Meiddist nokkur?" spurði
Lanser.
„Já, herra, einn brenndur og
annar bitinn.“
Lanser varð þreytulegur á
svipinn og sagði síðan: „Látið
hana afskiptalausa og farið frá
dyrunum."
„Já, herra,“ og dyrnar lokuð-
ust á eftir hermanninum.