Úrval - 01.09.1942, Page 94
92
ÚRVAL
Mér datt í hug, að Orden borg-
arstjóri mundi fara frá — og
ég yrði látinn taka við störfum
hans.“
Lanser horfði á hann hvöss-
um augum: „Vitið þér, hvaða
álit fólkið hefir á yður?“ spurði
hann.
,,Ég á marga vini hér. Ég
þekki hvert mannsbarn.“
„Menn munu hata yður,“
sagði ofurstinn.
„Ég get afborið það, herra.
Þeir eru fjandmennirnir.“
Lanser var langa stund á
báðum áttum, áður en hann tók
aftur til máls og sagði síðan
hægt: „Þér munuð jafnvel ekki
öðlast virðingu o k k a r.“
Correll stökk á fætur: „Þetta
er þvert á móti orðum Foringj-
ans!“ sagði hann. „Foringinn
hefir sagt, að öll störf séu jafn-
heiðarleg."
Lanser hélt áfram hinn róleg-
asti: „Ég vona, að Foringinn
hafi á réttu að standa. Ég vona,
að hann þekki hugarfar her-
mannanna." Svo sagði hann og
það var meðaumkun í röddinni:
„Starf yðar í þjónustunni er
erfitt og krefst hugrekkis. Yður
verður launað ríkulega." Eftir
nokkra þögn bætti hann við:
„En nú verðum við að koma að
því, sem meira máli skiptir. Ég
hefi hér skyldum að gegna. Ég
á að sjá um að ná kolunum. Hér
verður að vera regla og agi og
til þess að það geti orðið, þarf
ég að kynnast hugum fólksins.
Ég verð að forðast að vekja
óróa. Skiljið þér þetta?“
„Ég get aflað þeirra upplýs-
inga, sem þér þarfnist. Ég mun
verða mjög starfssamur borgar-
stjóri,“ sagði Correll.
Lanser hristi höfuðið. „Ég
held, að þér munið aldrei fram-
ar vita, hvað er að gerast hér.
Ég held, að enginn muni vilja
tala við yður. Ég held, að þér
munið verða í mikilli hættu,
nema yðar sé gætt. Mér þætti
vænt um, ef þér færuð aftur til
höfuðborgarinnar og fengjuð
þar laun fyrir hið ágæta starf
yðar.“
„En ég óska þess að vera hér
kyrr,“ sagði Correll.
Lanser hélt áfram eins og
hann hefði ekki heyrt það, sem
hinn sagði: „Orden borgarstjóri
er meira en borgarstjóri,“ sagði
hann. „Hann og fólkið er eitt.
Hann veit, hvað það gerir og
hugsar, án þess að spyrja, af
því að hann hugsar eins og það.
Með því að veita honum nána
athygli, mun ég kynnast fólk-