Úrval - 01.09.1942, Side 96

Úrval - 01.09.1942, Side 96
94 tíRVAL brenndi suma og stakk augun úr öðrum og sumir voru jafnvel krossfestir.“ Correll sagði hárri röddu: „Það er ekki gott fyrir ofursta að tala svona!“ „Það er ekki heldur gott að minnast þess,“ sagði Lanser. Correll sagði: „Þér ættuð ekki að hafa á hendi forystu, ef þér eruð hræddur —“ Fótatak heyrðist í stiganum, hurðinni var hrundið upp og Loftur höfuðsmaður kom inn. Hann var strangur á svip, kuldalegur og hermannlegur. „Það hefir orðið árekstur, herra.“ „Árekstur?" „Ég tilkynni yður, herra, að Bentick kapteinn hefir verið drepinn." Lanser sagði: „Nú — já — Bentick!“ Fótatak manna heyrðist í stiganum og tveir burðarmenn komu inn með mann á börum og var ábreiða breidd yfir hann. Liðsforingjarnir komu fram úr svefnherberginu. Það var dá- lítill undrunarsvipur á þeim. — Lanser sagði: „Setjið hann þarna,“ og benti á vegginn hjá glugganum. Þegar burðarmenn- irnir voru farnir, beygði Lanser sig og lyfti horninu á ábreið- unni, en sleppti því strax aftur. Hann leit á Loft, án þess að rísa á fætur og sagði: „Hver gerði þetta?“ „Námumaður,“ sagði Loftur. „Gefið skýrslu!“ Loftur varð hátíðlegur á svip og sagði: „Bentick kapteinn var að taka við námuvakt- inni. Bentick kapteinn var að leggja af stað hingað, þegar ég lenti í stímabraki við mót- þróagjarnan námuverkamann, sem vildi fara úr vinnunni. Hann var eitthvað að þvæla um það, að hann væri frjáls maður. Er ég skipaði honum að vinna, réðist hann að mér með hak- ann á lofti. Bentick kapteinn ætlaði að skakka leikinn." Hann hreyfði höndina í áttina til líks- ins. Lanser, sem var ekki risinn upp, sagði: „Bentick var ein- kennilegur maður. Ég held, að hann hafi ekki verið neinn bar- dagamaður. Tókuð þér manninn fastan?“ „Já, herra,“ sagði Loftur. Lanser reis hægt á fætur og sagði, eins og við sjálfan sig. „Þá er það byrjað aftur. Nú skjótum við þennan mann og sköpum okkur með því tuttugu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.