Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 96
94
tíRVAL
brenndi suma og stakk augun
úr öðrum og sumir voru jafnvel
krossfestir.“
Correll sagði hárri röddu:
„Það er ekki gott fyrir
ofursta að tala svona!“
„Það er ekki heldur gott að
minnast þess,“ sagði Lanser.
Correll sagði: „Þér ættuð ekki
að hafa á hendi forystu, ef þér
eruð hræddur —“
Fótatak heyrðist í stiganum,
hurðinni var hrundið upp og
Loftur höfuðsmaður kom inn.
Hann var strangur á svip,
kuldalegur og hermannlegur.
„Það hefir orðið árekstur,
herra.“
„Árekstur?"
„Ég tilkynni yður, herra, að
Bentick kapteinn hefir verið
drepinn."
Lanser sagði: „Nú — já —
Bentick!“
Fótatak manna heyrðist í
stiganum og tveir burðarmenn
komu inn með mann á börum
og var ábreiða breidd yfir hann.
Liðsforingjarnir komu fram
úr svefnherberginu. Það var dá-
lítill undrunarsvipur á þeim. —
Lanser sagði: „Setjið hann
þarna,“ og benti á vegginn hjá
glugganum. Þegar burðarmenn-
irnir voru farnir, beygði Lanser
sig og lyfti horninu á ábreið-
unni, en sleppti því strax aftur.
Hann leit á Loft, án þess að
rísa á fætur og sagði: „Hver
gerði þetta?“
„Námumaður,“ sagði Loftur.
„Gefið skýrslu!“
Loftur varð hátíðlegur á svip
og sagði: „Bentick kapteinn
var að taka við námuvakt-
inni. Bentick kapteinn var að
leggja af stað hingað, þegar
ég lenti í stímabraki við mót-
þróagjarnan námuverkamann,
sem vildi fara úr vinnunni.
Hann var eitthvað að þvæla um
það, að hann væri frjáls maður.
Er ég skipaði honum að vinna,
réðist hann að mér með hak-
ann á lofti. Bentick kapteinn
ætlaði að skakka leikinn." Hann
hreyfði höndina í áttina til líks-
ins.
Lanser, sem var ekki risinn
upp, sagði: „Bentick var ein-
kennilegur maður. Ég held, að
hann hafi ekki verið neinn bar-
dagamaður. Tókuð þér manninn
fastan?“
„Já, herra,“ sagði Loftur.
Lanser reis hægt á fætur og
sagði, eins og við sjálfan sig.
„Þá er það byrjað aftur. Nú
skjótum við þennan mann og
sköpum okkur með því tuttugu