Úrval - 01.09.1942, Page 97
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
9S
nýja óvini. Það er hið eina, sem
við getum, hið eina, sem við
getum.“
pAÐ var hljóðlátt fólk, sem
gekk um götur borgarinn-
ar. Undrunin var að mestu horf-
in úr augum þess, en reiðin var
ekki enn komin í hennar stað.
Námumennirnir voru hljóðlátir
við verk sitt. Smákaupmennirn-
ir afgreiddu fólkið í verzlunun-
um, en allir voru mjög fátalaðir.
í viðhafnarstofu Orden borg-
arstjóra brann eldur á arni og
ljós voru kveikt, því að það var
dimmur dagur og kuldi í lofti.
Borgarstjórinn og Winter lækn-
ir stóðu við arininn og töluðu
saman. I stofunni var stórt, fer-
hyrnt borð og stólar við það.
„Það verður fróðlegt að vita,
hve lengi ég get verið borgar-
stjóri,“ sagði Orden. „Ég á
erfitt með að skilja sumt af
þessu.“ Hann benti á borðið.
,,Ég skil ekki, hvers vegna þeir
halda réttinn hérna. Þeir ætla
að dæma Alex Morden hér fyrir
að hann drap með haka þennan
náunga. Þú manst eftir Alex?
Hann var kvæntur henni Molly,
litlu, laglegu konunni.“
„Ég man eftir þeim,“ sagði
Winter. „Hún kenndi í mennta-
skólanum. Ég býst við, að Alex
hafi drepið liðsforingjann. Á því
er víst engin vafi.“
Orden borgarstjóri sagði
gremjulega: „Á því er enginn
vafi. En hvers vegna dæma þeir
hann ? Af hverju skutu þeir
hann ekki? Þetta er augljóst
mál. Hvers vegna verða þeir að
dæma hann — og það hér í
mínu húsi?“
Winter sagði: „Það er til að
sýnast. Það er alveg sérstakt,.
sem fyrir þeim vakir: Forms-
atriðin hafa mikið að segja og
sumu fólki eru þau nægileg —
einkum ef þau koma frá húsi
þínu, en þaðan á fólkið ekki von
á öðru en réttlæti —“
Hann lauk ekki setningunni,
af því að dyrnar opnuðust. Ung
kona kom inn. Hún var um
þrítugt og mjög lagleg. Hún
sagði og bar ótt á: „Annie lét
mig fara beint inn, herra borg-
arstjóri.“
„Já, auðvitað," sagði borgar-
stjórinn. „Þér eruð Molly Mord-
en?“
„Já, það er sagt að dæma eigi
Alex og skjóta hann.“
Orden horfði augnablik niður
fyrir fætur sér, en Molly hélt
áfram: „Það er sagt, að þér
munuð dæma hann. Samkvæmt