Úrval - 01.09.1942, Síða 97

Úrval - 01.09.1942, Síða 97
TUNGLIÐ ER HORFIÐ 9S nýja óvini. Það er hið eina, sem við getum, hið eina, sem við getum.“ pAÐ var hljóðlátt fólk, sem gekk um götur borgarinn- ar. Undrunin var að mestu horf- in úr augum þess, en reiðin var ekki enn komin í hennar stað. Námumennirnir voru hljóðlátir við verk sitt. Smákaupmennirn- ir afgreiddu fólkið í verzlunun- um, en allir voru mjög fátalaðir. í viðhafnarstofu Orden borg- arstjóra brann eldur á arni og ljós voru kveikt, því að það var dimmur dagur og kuldi í lofti. Borgarstjórinn og Winter lækn- ir stóðu við arininn og töluðu saman. I stofunni var stórt, fer- hyrnt borð og stólar við það. „Það verður fróðlegt að vita, hve lengi ég get verið borgar- stjóri,“ sagði Orden. „Ég á erfitt með að skilja sumt af þessu.“ Hann benti á borðið. ,,Ég skil ekki, hvers vegna þeir halda réttinn hérna. Þeir ætla að dæma Alex Morden hér fyrir að hann drap með haka þennan náunga. Þú manst eftir Alex? Hann var kvæntur henni Molly, litlu, laglegu konunni.“ „Ég man eftir þeim,“ sagði Winter. „Hún kenndi í mennta- skólanum. Ég býst við, að Alex hafi drepið liðsforingjann. Á því er víst engin vafi.“ Orden borgarstjóri sagði gremjulega: „Á því er enginn vafi. En hvers vegna dæma þeir hann ? Af hverju skutu þeir hann ekki? Þetta er augljóst mál. Hvers vegna verða þeir að dæma hann — og það hér í mínu húsi?“ Winter sagði: „Það er til að sýnast. Það er alveg sérstakt,. sem fyrir þeim vakir: Forms- atriðin hafa mikið að segja og sumu fólki eru þau nægileg — einkum ef þau koma frá húsi þínu, en þaðan á fólkið ekki von á öðru en réttlæti —“ Hann lauk ekki setningunni, af því að dyrnar opnuðust. Ung kona kom inn. Hún var um þrítugt og mjög lagleg. Hún sagði og bar ótt á: „Annie lét mig fara beint inn, herra borg- arstjóri.“ „Já, auðvitað," sagði borgar- stjórinn. „Þér eruð Molly Mord- en?“ „Já, það er sagt að dæma eigi Alex og skjóta hann.“ Orden horfði augnablik niður fyrir fætur sér, en Molly hélt áfram: „Það er sagt, að þér munuð dæma hann. Samkvæmt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.