Úrval - 01.09.1942, Side 98
96
ÚRVAL
yðar dómi muni hann leiddur
út —“
Orden leit upp, skelkaður:
,,Hvað á þetta að þýða? Hver
segir það?“
,,Borgarbúar.“ Hún stóð keik
og sagði, og röddin var í senn
biðjandi og skipandi: ,,Þér ger-
ið það ekki, gerið þér það?“
„Hvernig vissi fólkið, að ég
mundi gera það?“
Winter læknir sagði: „Það er
ráðgáta fyrir alla, sem stjórna
í heiminum — hvernig stendur
á því, að fólkið veit.“
„Alex er ekki morðingi,“
sagði Molly. „Hann er fljóthuga,
en hann hefir aldrei brotið lög.
Hann er heiðarlegur maður.“
Orden lagði hönd sína á öxl
hennar og sagði: „Ég hefi
þekkt Alex frá því að hann var
lítill drengur. Ég þekkti föður
hans . . .“
Molly greip fram í fyrir hon-
um: „Þér dæmið ekki Alex?“
„Nei,“ sagði hann. „Hvernig
ætti ég að dæma hann?“
„Fólkið sagði, að þér munduð
gera það, til þess að halda uppi
reglu.“
Orden borgarstjóri stóð bak
við stól og greip um hann með
báðum höndum. „Nei,“ sagði
Éann. „Ég mun ekki dæma hann.
Hann hefir ekki framið neinn
glæp gegn okkar þjóð.“
Molly sagði hikandi: „En
haldið þér að þeir muni — drepa
hann?“
Orden horfði á hana og sagði:
„Kæra barn, kæra barnið mitt.“
Hún stóð keik. „Þakka yður
fyrir.“ Síðan gekk hún hnar-
reist út úr stofunni.
Hún var nýbúin að loka hurð-
inni, þegar Jósep kom inn.
„Afsakið, herra borgarstjóri.
Ofurstinn þarf að tala við yður.
Ég sagði, að þér væruð vant við
látinn, af því að ég vissi, að hún
var hér. Og frúin þarf líka að
tala við yður.“
Orden sagði: „Biðjið hana um
að koma inn.“
Jósep fór og frúin kom að
vörmu spori. „Ég veit ekki,
hvernig heimilið . . .“ hóf hún
máls.
,,Þei!“ sagði Orden. Frúin leit
á hann undrandi. „Sara, ég
þarf að biðja þig um að fara
heim til Alex Morden. Skilurðu
við hvað ég á? Ég vil að þú
verðir hjá Molly Morden meðan
hún þarf þín með. Þú þarft ekki
að tala, bara vera hjá henni.“
Frúin sagði: „Ég hefi í mörg
horn að líta —“
„Sara, ég vil, að þú verðir