Úrval - 01.09.1942, Side 99

Úrval - 01.09.1942, Side 99
TUNGLIÐ ER HORFIÐ 97 hjá Molly Morden. Láttu hana ekki vera eina. Farðu strax.“ Nú var hún farin að skilja, hvað um var að ræða. ,,Já,“ sagði hún. ,,Já, ég ætla að gera það. Hvenær verður því lokið?“ ,,Ég veit það ekki,“ sagði hann. ,,Ég skal senda Annie til ykkar, þegar tími er til kom- inn.“ Hún kyssti hann laust á kinn- ina og fór út. Orden kallaði: „Jósep, nú get ég tekið á móti ofurstanum.11 Lanser kom inn. „Góðan dag- inn, herra borgarstjóri,11 sagði hann. „Ég vil gjarnan tala við yður í einrúmi." Lanser beið ró- legur meðan Winter fór út. Er hann sá, að dyrnar höfðu lokast, sagði hann: „Ég á engin orð til að lýsa því, herra borgarstjóri, hve leitt mér þykir þetta.“ Orden borgarstjóri hneigði sig og Lanser hélt áfram: „Mér geðjast vel að yður, herra borg- arstjóri, og ég virði yður, en ég hefi skyldum að gegna. Þér tak- ið eflaust tillit til þess.“ Orden svaraði ekki. „Við höfum reglur að fara eftir. Þessi maður hefir drepið liðsforingja." Að lokum sagði Orden: „Hvers vegna eruð þér þá ekki búnir að skjóta hann? Þið hafið haft tíma til þess.“ Lanser hristi höfuðið. „Það er þýðingarlaust að ég samþykki það, sem þér segið. Þér vitið eins vel og ég, að refsingin er fyrst og fremst öðrum til varn- aðar. Og af því að refsingin er gerð vegna annarra en þeirra,, sem refsað er, þá verður hún að vera opinber. Það verður jafn- vel að gera hana að sjónleik.“ Orden sneri sér undan og horfði út um gluggann á dimm- an himininn. „Það kemur til að snjóa í nótt,“ sagði hann. „Þér vitið það, Orden borgar- stjóri, að fyrirskipanir okkar eru ófrávíkjanlegar. Við verð- um að ná kolunum. Ef fólk yðar er ekki hlýðið, þá verðum við að láta það hlýða með valdi.“ Hann sagði harðneskjulega: „Við verðum að skjóta rnenn, ef það er nauðsynlegt. Ef þér viljið vernda fólkið, þá megið þér til með að hjálpa okkur að halda uppi röð og reglu. Stjórn mín álítur það skynsamlegt, að refs- ingar komi frá hendi yfirvald- anna hér á staðnum. Það lítur betur út.“ Orden sagði lágt: „Þetta vissi fólkið. Það er undarlegt.“ Og hærra sagði hann: „Þér óskið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.