Úrval - 01.09.1942, Page 99
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
97
hjá Molly Morden. Láttu hana
ekki vera eina. Farðu strax.“
Nú var hún farin að skilja,
hvað um var að ræða. ,,Já,“
sagði hún. ,,Já, ég ætla að gera
það. Hvenær verður því lokið?“
,,Ég veit það ekki,“ sagði
hann. ,,Ég skal senda Annie
til ykkar, þegar tími er til kom-
inn.“
Hún kyssti hann laust á kinn-
ina og fór út. Orden kallaði:
„Jósep, nú get ég tekið á móti
ofurstanum.11
Lanser kom inn. „Góðan dag-
inn, herra borgarstjóri,11 sagði
hann. „Ég vil gjarnan tala við
yður í einrúmi." Lanser beið ró-
legur meðan Winter fór út. Er
hann sá, að dyrnar höfðu lokast,
sagði hann: „Ég á engin orð til
að lýsa því, herra borgarstjóri,
hve leitt mér þykir þetta.“
Orden borgarstjóri hneigði
sig og Lanser hélt áfram: „Mér
geðjast vel að yður, herra borg-
arstjóri, og ég virði yður, en ég
hefi skyldum að gegna. Þér tak-
ið eflaust tillit til þess.“
Orden svaraði ekki.
„Við höfum reglur að fara
eftir. Þessi maður hefir drepið
liðsforingja."
Að lokum sagði Orden:
„Hvers vegna eruð þér þá
ekki búnir að skjóta hann? Þið
hafið haft tíma til þess.“
Lanser hristi höfuðið. „Það er
þýðingarlaust að ég samþykki
það, sem þér segið. Þér vitið
eins vel og ég, að refsingin er
fyrst og fremst öðrum til varn-
aðar. Og af því að refsingin er
gerð vegna annarra en þeirra,,
sem refsað er, þá verður hún að
vera opinber. Það verður jafn-
vel að gera hana að sjónleik.“
Orden sneri sér undan og
horfði út um gluggann á dimm-
an himininn. „Það kemur til að
snjóa í nótt,“ sagði hann.
„Þér vitið það, Orden borgar-
stjóri, að fyrirskipanir okkar
eru ófrávíkjanlegar. Við verð-
um að ná kolunum. Ef fólk yðar
er ekki hlýðið, þá verðum við
að láta það hlýða með valdi.“
Hann sagði harðneskjulega:
„Við verðum að skjóta rnenn, ef
það er nauðsynlegt. Ef þér viljið
vernda fólkið, þá megið þér til
með að hjálpa okkur að halda
uppi röð og reglu. Stjórn mín
álítur það skynsamlegt, að refs-
ingar komi frá hendi yfirvald-
anna hér á staðnum. Það lítur
betur út.“
Orden sagði lágt: „Þetta vissi
fólkið. Það er undarlegt.“ Og
hærra sagði hann: „Þér óskið