Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 105
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
íoa
bar engan árangur. Við og við
flýðu hópar af ungum mönnum
og fóru til Englands. Og Eng-
lendingar köstuðu sprengjum á
kolanámuna og ollu skemmdum
og drápu nokkra menn, bæði
vini sína og óvini. Og það var
til lítils. Hið kalda hatur óx með
vetrinum, hið þögla, ömurlega
hatur, hatur þess, sem bíður
síns tíma. Maturinn var
skammtaður — hinir hlýðnu
fengu nóg, en haldið í við hina
óhlýðnu — svo að allt fólkið
gerðist óhlýðið. En það var ekki
alls staðar hægt að spara fæð-
una, því að hálfdauður maður úr
hungri, getur ekki unnið kol úr
jörðu, getur ekki lyft og borið.
Og hatrið var mikið í augum
fólksins, ólga undir yfirborðinu.
Nú voru það sigurvegararnir,
sem voru umkringdir, herfylkis-
mennirnir aleinir meðal þögulla
óvina. Og þeir hugsuðu ætíð
heim. Þeir fenguviðbjóðástaðn-
um, semþeirhöfðusigraðogþeir
urðu stuttir í spuna við fólkið
og fólkið varð stutt í spuna við
þá, og smátt og smátt tók ótti
nokkur að grafa um sig meðal
sigurvegaranna; ótti um, að
þessu yrði aldrei lokið, að þeir
yrðu aldrei lausir eða kæmust
heim; ótti um, að sá dagur
kæmi, að þeir brystu á flótta
og yrðu eltir uppi í f jöllunum,
eins og ræningjar, því að sigur-
vegarar losna aldrei við haturs-
menn sína. Þegar varðmennirnir
sáu Ijós eða heyrðu hlátur, dróg-
ust þeir að því eins og eldi, en
þegar þeir komu nær, hætti hlát-
urinn og ljósið hvarf og fólkið
varð kuldalegt og hlýðið. Og
hermennirnir, sem fundu matar-
ilminn út úr veitingahúsunum,
fóru þangað inn og báðu um
heitan mat, en hann var þá of-
saltaður og of mikill pipar í
honum.
Og sigurvegararnir urðu
taugaóstyrkir og þeir skutu á
skugga á nóttunni. Hin kalda,
ömurlega þögn umkringdi þá
alls staðar. Þá urðu þrír her-
menn geðveikir á viku og grétu
dag og nótt, unz þeir voru send-
ir heim á leið. Og fleiri hefðu
orðið geðveikir, ef þeir hefðu
ekki heyrt, að miskunnsamur
dauðdagi biði hinna geðveiku
heima, og miskunnsamur dauð-
dagi er hræðilegur.
Þægindin virtust horfin i
herberginu uppi á lofti í höll
borgarstjórans. Á borðinu voru
tvær benzínluktir, sem lýstu
með skæru, hörðu ljósi og vörp-
uðu stórum skugga á veggina,