Úrval - 01.09.1942, Side 107
TUNGLIÐ EH HORFIÐ
105.
býlum. Þá væri gaman að setj-
ast hér að ...“
Það var barið létt að dyrum
og Jósep kom inn með kola-
fötu. Hann gekk hægt yfir gólf-
ið og lagði fötuna varlega frá
sér, án þess að vekja hinn
minnsta hávaða, og snéri svo
aftur að dyrunum. Tonder sagði
hátt: ,,Jósep!“ Og Jósep snéri
sér við, án þess að svara og leit
ekki upp. Og Tonder sagði enn
hærra: „Jósep, er til nokkuð
vín?“ Jósep hristi höfuðið.
Tonder rauk upp frá borðinu,
afmyndaður í framan af vonzku
og hrópaði: „Anzaðu, svínið
þitt! Anzaðu með orðum!“
Jósep leit ekki upp og sagði
hægt: „Nei, herra; nei, herra,
það er ekkert vín til.“
Og Tonder sagði, æstur mjög:
„Ekki einu sinni brennivín?“
Jósep horfði niður fyrir sig
og sagði aftur hægt: „Það er
ekkert brennivín til, herra.“
Hann stóð grafkyrr.
„Eftir hverju eruð þér að
bíða?“ spurði Tonder.
„Eftir því að fá að fara,
herra.“
„Farið þér þá til fjandans!"
Jósep gekk þegjandi út, en
Tonder tók upp vasaklút og
þurrkaði sér í framan. Hunter
leit á hann og sagði: „Þér ætt-
uð ekki að láta hann æsa yður
svona upp.“
Tonder settist á stólinn, faldi
andlitið í höndum sér og sagði
niðurbeygður: „Mig vantar
stúlku. Ég vil fara heim. Mig
vantar stúlku. Það er stúlka í
borginni, falleg stúlka. Ég hefi
hana alltaf fyrir augunum. Hún
er Ijóshærð. Hún á heima rétt
hjá gömlu járnvörubúðinni. Ég
vil fá þá stúlku.“
Prackle sagði: „Gætið yðar.
Hafið stjórn á yður.“
Nú slokknuðu Ijósin aftur og
það varð dimmt í herberginu.
Hunter sagði meðan verið var
að kveikja á eldspýtunum og
undirbúa lugtirnar: „Ég hélt,
að ég hefði náð þeim öllum.
Einhver hlýtur að hafa sloppið.“
Dyrnar opnuðust skyndilega
og Loftur höfuðsmaður kom inn
og það var snjór á hjálminum
og snjór á öxlunum. Nefið var
rautt og þrútið og kraginn á
yfirfrakkanum var brettur upp
að eyrum. Hann tók af sér
hjálminn og burstaði af öxlun-
um. „Þetta er ljóta verkið!“
sagði hann.
„Árekstrar enn?“ spurði
Hunter.
„Einlægir árekstrar. Ég sé, a&