Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 108
'106
ÚRVAL
þeir hafa aftur komizt í raf-
magnið. En ég held, að ég sé
búinn að ganga frá þessu í
námunni, svo að dugar fyrst um
sinn.“
„Hvað var um að vera þar?“
spurði Hunter.
,,0, þetta venjulega — léleg
vinna og skemmdarverk. Ég sá
til sökudólgsins. Ég skaut hann.
En ég held, majór, að ég sé nú
búinn að finna ráð við þessu.
Ég má ekki svelta mennina, því
að þá geta þeir ekki unnið. En
ef við náum ekki kolunum, fá
f jölskyldur námumannanna eng-
an mat. Við látum þá éta í nám-
unni, svo að þeir geti ekki miðl-
að þeim, sem heima eru. Það
ætti að kenna þeim að lifa. Þeir
verða að vinna eða konurnar
þeirra og krakkarnir fá ekkert
að éta. Ég sagði þeim þetta
áðan.“
,,Og hvað sögðu þeir?“
Loftur varð grimmdarlegur á
svipinn: „Sögðu? Hvenær segja
þeir nokkuð ? Ekkert! Alls ekk-
ert! En við skulum sjá, hvort
kolin koma ekki núna.“ Hann
fór úr frakkanum og hristi
'hann, og hann leit á dyrnar og
sá, að það var svolítil rifa á
þeim. Hann gekk að dyrunum,
opnaði alveg og lokaði síðan.
„Ég hélt, að ég hefði alveg lok-
að hurðinni.“
„Þér gerðuð það,“ sagði
Hunter.
Prackle sat enn við að skoða
myndablaðið. „Þetta eru risa-
byssurnar, sem notaðar voru á
austurvígstöðvunum. Ég hefi
aldrei séð þær. En þér, höfuðs-
maður ?“
„Ó, já,“ sagði Loftur höfuðs-
maður. „Ég hefi séð skotið úr
þeim. Þær eru dásamlegar. Það
er ekkert, sem jafnast á við
þær.“
Tonder sagði: „Höfuðsmaður,
fáið þér nokkrar fréttir að
heiman?“
„Við og við,“ sagði Loftur.
„Gengur allt vel þar?“
„Dásamlega!“ sagði Loftur.
„Herinn sækir alls staðar fram.“
„Það er samt ekki búið að
sigra Breta enn?“
„Þeir eru sigraðir í hverri
orustu."
„En þeir halda samt áfram
að berjast?"
„Þeir gera nokkrar loftárás-
ir, ekki annað.“
„Og Rússarnir?“
„Þar er öllu lokið.“
Tonder sagði þrákelknislega:
„En þeir halda áfram að berj-
ast?“