Úrval - 01.09.1942, Side 109
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
107
„Það er bara smáskæruhern-
aður, ekki annað.“
„Þá erum við eiginlega búnir
að vinna, er það ekki, höfuðs-
maður?“ spurði Tonder.
„Já, það erum við.“
Tonder horfði hvasst á hann
og sagði: „Þér trúið þessu, höf-
uðsmaður?“
Prackle greip fram í: „Látið
hann nú ekki byrja á þessu
aftur.“
Loftur horfði reiðilega á
Tonder: „Ég skil yður ekki.“
Tonder sagði: „Það sem ég
átti við er þetta: Förum við
ekki heim áður en langt um líð-
ur?“
„Endurskipulagningin mun
taka nokkurn tíma. Haldið þér,
að hægt sé að framkvæma ný-
skipunina á einum degi?“
Tonder sagði: „Það tekur ef
til vill alla okkar tíð?“
Og Prackle sagði: „Látið
hann nú ekki byrja á þessu
aftur!“
Loftur gekk fast að Tonder
og sagði: „Liðsforingi, mér lík-
ar ekki tónninn í spurningum
yðar.“
Hunter leit upp og sagði:
„Verið ekki harður við hann,
Loftur. Hann er þreyttur. Við
erum allir þreyttir."
„Ég er líka þreyttur," sagði
Loftur. „En ég læt ekki hættu-
lega efagirni ná tökum á mér.“
Tonder tók upp vasaklútinn
sinn og snýtti sér og hann tal-
aði eins og hann væri f jarhuga.
Hann hló vandræðalega. Hann
sagði: „Mig dreymdi skrítinn
draum. Ég held það hafi verið
draumur."
Prackle sagði: „Höfuðsmað-
ur, látið hann hætta þessu!“
Tonder sagði: „Höfuðsmaður,
er þessi staður sigraður?"
„Auðvitað," sagði Loftur.
Tonder hló og það var vottur
af vanstillingu í hlátrinum.
Hann sagði: „Sigraður og við
erum hræddir; sigraður og við
erum umkringdir." Hláturinn
varð hvellur. „Mig dreymdi —
eða ég hugsaði það — þarna
úti í snjónum með svörtu skugg-
unum og andlitunum í dyragætt-
unum og köldu andlitunum bak
við gluggatjöldin. Ég hugsaði
það eða mig dreymdi."
Prackle sagði: „Látið hann
hætta!“
Tonder sagði: „Mig dreymdi,
að Foringinn væri brjálaður."
Og Loftur og Hunter hlógu
báðir og Loftur sagði: „Fjand-
mennirnir hafa fengið að finna,
hve brjálaður hann er. Ég