Úrval - 01.09.1942, Page 109

Úrval - 01.09.1942, Page 109
TUNGLIÐ ER HORFIÐ 107 „Það er bara smáskæruhern- aður, ekki annað.“ „Þá erum við eiginlega búnir að vinna, er það ekki, höfuðs- maður?“ spurði Tonder. „Já, það erum við.“ Tonder horfði hvasst á hann og sagði: „Þér trúið þessu, höf- uðsmaður?“ Prackle greip fram í: „Látið hann nú ekki byrja á þessu aftur.“ Loftur horfði reiðilega á Tonder: „Ég skil yður ekki.“ Tonder sagði: „Það sem ég átti við er þetta: Förum við ekki heim áður en langt um líð- ur?“ „Endurskipulagningin mun taka nokkurn tíma. Haldið þér, að hægt sé að framkvæma ný- skipunina á einum degi?“ Tonder sagði: „Það tekur ef til vill alla okkar tíð?“ Og Prackle sagði: „Látið hann nú ekki byrja á þessu aftur!“ Loftur gekk fast að Tonder og sagði: „Liðsforingi, mér lík- ar ekki tónninn í spurningum yðar.“ Hunter leit upp og sagði: „Verið ekki harður við hann, Loftur. Hann er þreyttur. Við erum allir þreyttir." „Ég er líka þreyttur," sagði Loftur. „En ég læt ekki hættu- lega efagirni ná tökum á mér.“ Tonder tók upp vasaklútinn sinn og snýtti sér og hann tal- aði eins og hann væri f jarhuga. Hann hló vandræðalega. Hann sagði: „Mig dreymdi skrítinn draum. Ég held það hafi verið draumur." Prackle sagði: „Höfuðsmað- ur, látið hann hætta þessu!“ Tonder sagði: „Höfuðsmaður, er þessi staður sigraður?" „Auðvitað," sagði Loftur. Tonder hló og það var vottur af vanstillingu í hlátrinum. Hann sagði: „Sigraður og við erum hræddir; sigraður og við erum umkringdir." Hláturinn varð hvellur. „Mig dreymdi — eða ég hugsaði það — þarna úti í snjónum með svörtu skugg- unum og andlitunum í dyragætt- unum og köldu andlitunum bak við gluggatjöldin. Ég hugsaði það eða mig dreymdi." Prackle sagði: „Látið hann hætta!“ Tonder sagði: „Mig dreymdi, að Foringinn væri brjálaður." Og Loftur og Hunter hlógu báðir og Loftur sagði: „Fjand- mennirnir hafa fengið að finna, hve brjálaður hann er. Ég
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.