Úrval - 01.09.1942, Page 111
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
109
Annie, eldabuskan, kom inn,
rauðeygð og dúðuð í treflum.
Hún skauzt fljótt inn um dyrn-
ar, eins og hún hefði talsverða
æfingu í að bregða sér svona
inn og loka fljótt á eftir sér.
Hún leit strax í kringum sig í
herberginu.
,,Gott kvöld,“ tók Molly til
máls. ,,Ég átti ekki von á þér
í kvöld. Farðu úr yfirhöfninni
og hlýjaðu þér.“
,,Ég má ekki vera að því,“
sagði Annie og gætti dálítils
yfirlætis í rómnum. „Þeir eru
að koma.“
„Hverjir eru að koma?“
spurði Molly.
„Hans hágöfgi, læknirinn og
Anders-piltarnir tveir.“ Annie
rétti henni lítinn böggul um leið
og hún sagði þetta. „Taktu
þetta,“ bætti hún svo við. ,,Ég
stal því af borði ofurstans. Það
er kjöt.“
Molly tók utan af litla kjöt-
bitanum, stakk honum upp í sig
og sagði milli þess sem hún
tuggði: „Fékkst þú líka?“
„Nú, ég matbý það, er ekki
svo? Ég fæ alltaf eitthvað.“
„Hvers vegna koma þeir?“
spurði Molly.
Annie saug upp í nefið. „And-
ers-piltarnir ætla að fara til
Englands. Þeir verða að gera
það. Þeir fara huldu höfði
núna.“
„Er það?“ spurði Molly.
„Hvers vegna?“
„Nú, Jack bróðir þeirra var
skotinn í dag fyrir að eyðileggja
litla bílinn. Hermennirnir eru að
leita að hinum úr fjölskyldunni.
Þú veizt, hvernig þeir fara að
því.“
„Já, ég held að ég viti það.
Fáðu þér sæti, Annie.“
„Ég má ekki vera að því. Ég
þarf að fara aftur til hans há-
göfgi og segja honum, að allt sé
í lagi hérna.“
,,Sá nokkur til þín, þegar þú
komst?“ spurði Molly.
Annie brosti drýgindalega.
„Ó-nei, ég veit, hvernig ég á að
læðast.“
„Hvernig kemst borgarstjór-
inn út?“
Annie hló. „Jósep ætlar að
vera í bólinu hans — ef þeir
skyldu finna upp á því að líta
inn — í náttskyrtunni og öllu
saman við hliðina á maddöm-
unni!“ Hún skellihló á nýjan
leik. „Jósep verður svei mér að
hafa sig hægan.“
„Hvenær koma þeir?“ spurði
Molly.
„Eftir svo sem þrjá stundar-