Úrval - 01.09.1942, Side 111

Úrval - 01.09.1942, Side 111
TUNGLIÐ ER HORFIÐ 109 Annie, eldabuskan, kom inn, rauðeygð og dúðuð í treflum. Hún skauzt fljótt inn um dyrn- ar, eins og hún hefði talsverða æfingu í að bregða sér svona inn og loka fljótt á eftir sér. Hún leit strax í kringum sig í herberginu. ,,Gott kvöld,“ tók Molly til máls. ,,Ég átti ekki von á þér í kvöld. Farðu úr yfirhöfninni og hlýjaðu þér.“ ,,Ég má ekki vera að því,“ sagði Annie og gætti dálítils yfirlætis í rómnum. „Þeir eru að koma.“ „Hverjir eru að koma?“ spurði Molly. „Hans hágöfgi, læknirinn og Anders-piltarnir tveir.“ Annie rétti henni lítinn böggul um leið og hún sagði þetta. „Taktu þetta,“ bætti hún svo við. ,,Ég stal því af borði ofurstans. Það er kjöt.“ Molly tók utan af litla kjöt- bitanum, stakk honum upp í sig og sagði milli þess sem hún tuggði: „Fékkst þú líka?“ „Nú, ég matbý það, er ekki svo? Ég fæ alltaf eitthvað.“ „Hvers vegna koma þeir?“ spurði Molly. Annie saug upp í nefið. „And- ers-piltarnir ætla að fara til Englands. Þeir verða að gera það. Þeir fara huldu höfði núna.“ „Er það?“ spurði Molly. „Hvers vegna?“ „Nú, Jack bróðir þeirra var skotinn í dag fyrir að eyðileggja litla bílinn. Hermennirnir eru að leita að hinum úr fjölskyldunni. Þú veizt, hvernig þeir fara að því.“ „Já, ég held að ég viti það. Fáðu þér sæti, Annie.“ „Ég má ekki vera að því. Ég þarf að fara aftur til hans há- göfgi og segja honum, að allt sé í lagi hérna.“ ,,Sá nokkur til þín, þegar þú komst?“ spurði Molly. Annie brosti drýgindalega. „Ó-nei, ég veit, hvernig ég á að læðast.“ „Hvernig kemst borgarstjór- inn út?“ Annie hló. „Jósep ætlar að vera í bólinu hans — ef þeir skyldu finna upp á því að líta inn — í náttskyrtunni og öllu saman við hliðina á maddöm- unni!“ Hún skellihló á nýjan leik. „Jósep verður svei mér að hafa sig hægan.“ „Hvenær koma þeir?“ spurði Molly. „Eftir svo sem þrjá stundar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.