Úrval - 01.09.1942, Page 114

Úrval - 01.09.1942, Page 114
112 ÚRVAL aði Molly með hægð. „Mér hefir ekkert mein verið gert.“ Hann varð óðamála. „Ef til vill langar mig til að leita ásta hjá yður. Maðurinn þarfnast ástar. Maðurinn deyr án ástar. Hann þornar allur og skrælnar. Ég er einmana!“ Molly reis úr sæti sínu. Hún leit órólega til dyranna, gekk síðan að ofninum, en er hún snéri sér við, varð svipur henn- ar harður og augu hennar bit- ur. „Langar yður til að hátta hjá mér, liðsforingi?“ „Það segi ég ekki! Hvers vegna talið þér svona?“ „Ég er ef til vill að reyna að ganga fram af yður,“ svaraði hún harðlega. „Ég var gift einu sinni. Eiginmaður minn er dá- inn. Þér skiljið, að ég er ekki hrein mey.“ Rödd hennar var beizkjuleg. „Ég vil aðeins að yður geðj- ist að mér,“ svaraði Tonder. „Ég skil,“ sagði Molly. „Þér eruð enginn villimaður. Þér vit- ið, að ástaratlotin veita meiri fullnægingu og unað, ef gagn- kvæm samúð er jafnframt fyrir hendi.“ „Talið ekki svona!" sagði Tonder. „Gerið það fyrir mig, að tala ekki á þennan hátt.“ Molly leit til dyranna. „Við erum sigruð þjóð,“ svaraði hún. „Þið hafið tekið matinn frá okkur. Ég er svöng. Mér mun geðjast betur að yður, ef þér gefið mér að borða.“ „Hvað eruð þér að segja?“ spurði Tonder. „Er yður nú nóg boðið, liðs- foringi ? Ef til vill er ég að reyna að ganga fram af yður. Ég set upp tvær pylsur.“ „Yður getur ekki verið al- vara!“ „Hvernig var það með stúlk- urnar ykkar eftir síðasta stríð, liðsforingi? Þær gengu kaupum og sölum fyrir eitt egg eða brauðsneið. Viljið þér fá mig endurgjaldslaust ?“ spurði hún háðslega. „Heimta ég of mik- ið?“ „Yður tókst að blekkja mig andartak," svaraði Tonder. „Þér hatið mig líka, er ekki svo? Ég hélt, að þér gerðuð það ef til vill ekki.“ Molly hló. „Það er ekki gott að vera svangur," sagði hún. „Tvær pylsur, feitar, rennilegar pylsur, geta verið það dýrmæt- asta, sem til er í þessum heimi.“ „Þér megið ekki tala svona.“ „Hvers vegna ekki? Þetta er satt.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.