Úrval - 01.09.1942, Síða 114
112
ÚRVAL
aði Molly með hægð. „Mér hefir
ekkert mein verið gert.“
Hann varð óðamála. „Ef til
vill langar mig til að leita ásta
hjá yður. Maðurinn þarfnast
ástar. Maðurinn deyr án ástar.
Hann þornar allur og skrælnar.
Ég er einmana!“
Molly reis úr sæti sínu. Hún
leit órólega til dyranna, gekk
síðan að ofninum, en er hún
snéri sér við, varð svipur henn-
ar harður og augu hennar bit-
ur. „Langar yður til að hátta
hjá mér, liðsforingi?“
„Það segi ég ekki! Hvers
vegna talið þér svona?“
„Ég er ef til vill að reyna að
ganga fram af yður,“ svaraði
hún harðlega. „Ég var gift einu
sinni. Eiginmaður minn er dá-
inn. Þér skiljið, að ég er ekki
hrein mey.“ Rödd hennar var
beizkjuleg.
„Ég vil aðeins að yður geðj-
ist að mér,“ svaraði Tonder.
„Ég skil,“ sagði Molly. „Þér
eruð enginn villimaður. Þér vit-
ið, að ástaratlotin veita meiri
fullnægingu og unað, ef gagn-
kvæm samúð er jafnframt fyrir
hendi.“
„Talið ekki svona!" sagði
Tonder. „Gerið það fyrir mig,
að tala ekki á þennan hátt.“
Molly leit til dyranna. „Við
erum sigruð þjóð,“ svaraði hún.
„Þið hafið tekið matinn frá
okkur. Ég er svöng. Mér mun
geðjast betur að yður, ef þér
gefið mér að borða.“
„Hvað eruð þér að segja?“
spurði Tonder.
„Er yður nú nóg boðið, liðs-
foringi ? Ef til vill er ég að reyna
að ganga fram af yður. Ég set
upp tvær pylsur.“
„Yður getur ekki verið al-
vara!“
„Hvernig var það með stúlk-
urnar ykkar eftir síðasta stríð,
liðsforingi? Þær gengu kaupum
og sölum fyrir eitt egg eða
brauðsneið. Viljið þér fá mig
endurgjaldslaust ?“ spurði hún
háðslega. „Heimta ég of mik-
ið?“
„Yður tókst að blekkja mig
andartak," svaraði Tonder. „Þér
hatið mig líka, er ekki svo? Ég
hélt, að þér gerðuð það ef til
vill ekki.“
Molly hló. „Það er ekki gott
að vera svangur," sagði hún.
„Tvær pylsur, feitar, rennilegar
pylsur, geta verið það dýrmæt-
asta, sem til er í þessum heimi.“
„Þér megið ekki tala svona.“
„Hvers vegna ekki? Þetta er
satt.“