Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 115
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
113
„Það er ekki satt. Það getur
ekki verið satt!“
Hún leit á hann andartak og
settist síðan niður. Hún horfði
í gaupnir sér og sagði: ,,Nei,
það er ekki satt. Ég hata yður
ekki. Ég er líka einmana. Og
snjórinn hvílir þungt á þakinu.“
Tonder stóð upp og gekk nær
henni. Hann tók aðra hönd
hennar milli handa sér og sagði
lágt: „Gerið það fyrir mig, að
hata mig ekki. Ég er aðeins liðs-
foringi. Ég bað ekki um að verða
senaur hingað. Þér óskuðuð ekki
eftir því að verða fjandmaður
minn. Ég er aðeins maður. Ég
er enginn sigurvegari.“
Fingur hennar gripu sem
snöggvast utan urn aðra hönd
hans og hún sagði rólega: „Ég
veit, já, ég veit.“
„Ég skal gæta yðar,“ sagði
hann. „Við höfum líka rétt til
lífsins, þrátt fyrir öll þessi
mannvíg.” Hann lagði hönd sína
á öxl hennar. En allt í einu
stirðnaði hún og augu hennar
urðu starandi. Hún talaði eins
og henni hefði birzt einhver
sýn.
„Ég reyndi að hughreysta
hann, en það var ekki hægt.
Hann vissi ekki einu sinni, hvað
var að gerast. Hann kyssti mig
meira að segja ekki, þegar hann
fór.“
„Var það maðurinn yðar?“
„Já, maðurinn minn,“ svaraði
hún. „Þið tókuð hann og skutuð
hann.“
Tonder sté aftur á bak og
andlit hans bar þess vott, að
honum var ekki rótt. „Góða
nótt,“ sagði hann. „Guð varð-
veiti yður. Má ég koma aftur?“
„Ég veit það ekki.“
„Ég kem aftur.“
Hann leit á hana og fór svo
út án þess að gera neinn hávaða,
en Molly sat eftir og starði á
vegginn. „Guð varðveiti mig!“
Hún horfði á vegginn um
stund. Þá var hurðinni lokið upp
hljóðlega og Annie kom inn.
Molly tók ekki eftir henni.
„Það kom maður héðan út,“
ságði hún í umvöndunartón. „Ég
sá hann. Hann virtist vera her-
maður.“
„Já, Annie, það var hermað-
ur,“ sagði Molly.
„Hvað var hann að gera?“
„Hann vildi eiga vingott við
mig.“
„Hvað ertu að segja? Þú ert
þó varla á þeirra bandi?“
„Nei, það er ég ekki, Annie,“
sagði Molly.
„Ef þeir koma hingað meðan