Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 116
114
TJRVAL
borgarstjórinn er hérna, þá er
það þín sök.“
„Ég mun gæta þess, að ekkert
komi fyrir. Hvar eru þeir?“
,,Þeir eru bak við girðinguna."
„Segðu þeim að koma inn.“
Þegar Annie var farin út, stóð
Molly á fætur og lagaði hár sitt,
til þess að hún liti heldur bet-
ur út.
Það heyrðist þrusk í gangin-
um. Tveir hávaxnir, bjarthærðir
menn gengu inn. Þeir voru hlýtt
klæddir, í þykkum jökkum
og peysum, sem voru háar í
hálsinn. Will og Tom Anders
virtust helzt vera tvíburar.
„Gott kvöld, Molly. Þú hefir
frétt það?“
„Annie sagði mér það. Þetta
er ekki heppilegt ferðaveður.“
„Það er betra en að bjart væri
;yfir,“ svaraði Tom. „Hvað er
borgarstjóranum á höndum,
Molly ?“
„Ég veit það ekki. Ég heyrði
um bróður ykkar. Ég sam-
hryggist ykkur.“
Þeir þögðu og virtust ekki
vita, hvað þeir ætti af sér að
gera. „Þú skilur þetta betur en
flestir,“ sagði Tom að lokum.
„Já, já, það er satt.“
Annie kom nú aftur í dyrnar
'Og sagði hásri röddu: „Hérna
eru þeir!“ Orden borgarstjóri
og Winter læknir komu inn.
Orden gekk til Mollyar og kyssti
hana á ennið.
„Gott kvöld, góða mín.“
Hann sneri sér að Annie og
sagði: „Stattu frammi í gang-
inum, Annie. Berðu einu sinni,
þegar varðflokkurinn kemur í
augsýn og aftur, þegar hann er
horfinn, en tvisvar, ef hætta er
á ferðum.“
Winter læknir stóð við ofn-
inn og yljaði sér á höndunum.
„Við fréttum, að þið piltarnir
ætluðuð að fara í kvöld,“ sagði
hann. „Við fréttum, að þið ætl-
uðuð að taka Correll með ykk-
ur.“
„Okkur fannst það ekki nema
sjálfsagt,“ svaraði Tom og hló
beizkum hlátri. „Við ætlum að
taka bátinn hans.“
„Getið þið tekið hann með
ykkur? Er hann ekki mjög var
um sig?“
„Jú, hann er það að vissu
leyti. En hann fer þó venjulega
heim til sín klukkan tólf. Við
felum okkur bak við vegginn.
Ég held, að við getum komið
honum niður að bátnum.“
„Ég vildi, að þess þyrfti
ekki,“ sagði borgarstjórinn.
„Það eykur aðeins á hættuna.