Úrval - 01.09.1942, Page 117

Úrval - 01.09.1942, Page 117
TUNGLIÐ ER HORFIÐ 115 Ef hann gefur frá sér. hljóð get- ur varðflokkurinn orðið ykkar var.“ ,,Hann mun ekki gera neinn hávaða,“ svaraði Tom, „og það er bezt að láta hann hverfa á leiðinni.“ Molly tók upp prjónana sína og sagði: „Ætlið þið að varpa honum útbyrðis?" „Hann fer til sjós,“ svaraði Will og roðnaði. Síðan beindi hann orðum sínum til borgar- stjórans. „Þér óskuðuð eftir að fá að tala við okkur?" „Já, ég vildi tala við ykkur. Við Winter höfum verið að reyna að hugsa .. Nú var snögglega barið á hurðina og allt datt í dúnalogn í herberginu. Molly hætti að prjóna og borgarstjórinn þagn- aði með útrétta höndina. Fóta- tak varðflokksins barst inn til þeirra, fyrst dauft, en síðan smáhækkaði það, unz flokkur- inn var kominn fram hjá og það hvarf aftur. Þá var barið á hurðina öðru sinni og öllum létti. Orden tók aftur til máls og talaði hægt. „Það er bezt að ég sé ekki með neinar málaleng- ingar. Þetta er lítil borg. Rétt- læti og óréttlæti kemur fram í smámunum. Bróðir ykkar hefir verð skotinn og Alex Morden hefir verið skotinn. Borgarbúar eru reiðir og þeir geta ekki gold- ið í sömu mynt.“ „Það er einkennilegt, að lækn- ir skuli hugsa um eyðileggingu," sagði Winter, „en ég held, að allar þjóðir, sem hafa orðið fyrir innrás, vilji bíta frá sér.“ „Til hvers eruð þér að segja okkur þetta?“ spurði Will And- ers. „Til hvers vilduð þið finna okkur?“ „Við viljum berjast við þá, en getum það ekki,“ svaraði Orden. „Þeir eru farnir að svelta okkur. Hungrið gerir mann veikan fyrir. Þið piltarnir ætlið að fara að leggja af stað til Englands. Verið getur, að enginn hlusti á það, sem þið hafið að segja, en látið þá vita frá okkur — frá lítilli borg — að þeir eigi að láta okkur fá vopn.“ „Viljið þið fá byssur?11 spurði Tom. „Nei, Tom, byssur mundu ekki koma að haldi. Segið þeim, að við þörfnumst vopna, sem hægt er að fara leynt með — sprengiefni, dynamit, til þess að sprengja upp járnbrautir, hand- sprengjur, ef hægt er, jafnvel
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.