Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 117
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
115
Ef hann gefur frá sér. hljóð get-
ur varðflokkurinn orðið ykkar
var.“
,,Hann mun ekki gera neinn
hávaða,“ svaraði Tom, „og það
er bezt að láta hann hverfa á
leiðinni.“
Molly tók upp prjónana sína
og sagði: „Ætlið þið að varpa
honum útbyrðis?"
„Hann fer til sjós,“ svaraði
Will og roðnaði. Síðan beindi
hann orðum sínum til borgar-
stjórans. „Þér óskuðuð eftir að
fá að tala við okkur?"
„Já, ég vildi tala við ykkur.
Við Winter höfum verið að
reyna að hugsa ..
Nú var snögglega barið á
hurðina og allt datt í dúnalogn
í herberginu. Molly hætti að
prjóna og borgarstjórinn þagn-
aði með útrétta höndina. Fóta-
tak varðflokksins barst inn til
þeirra, fyrst dauft, en síðan
smáhækkaði það, unz flokkur-
inn var kominn fram hjá og það
hvarf aftur. Þá var barið á
hurðina öðru sinni og öllum
létti.
Orden tók aftur til máls og
talaði hægt. „Það er bezt að ég
sé ekki með neinar málaleng-
ingar. Þetta er lítil borg. Rétt-
læti og óréttlæti kemur fram í
smámunum. Bróðir ykkar hefir
verð skotinn og Alex Morden
hefir verið skotinn. Borgarbúar
eru reiðir og þeir geta ekki gold-
ið í sömu mynt.“
„Það er einkennilegt, að lækn-
ir skuli hugsa um eyðileggingu,"
sagði Winter, „en ég held, að
allar þjóðir, sem hafa orðið
fyrir innrás, vilji bíta frá sér.“
„Til hvers eruð þér að segja
okkur þetta?“ spurði Will And-
ers. „Til hvers vilduð þið finna
okkur?“
„Við viljum berjast við þá,
en getum það ekki,“ svaraði
Orden. „Þeir eru farnir að
svelta okkur. Hungrið gerir
mann veikan fyrir. Þið piltarnir
ætlið að fara að leggja af stað
til Englands. Verið getur, að
enginn hlusti á það, sem þið
hafið að segja, en látið þá vita
frá okkur — frá lítilli borg —
að þeir eigi að láta okkur fá
vopn.“
„Viljið þið fá byssur?11 spurði
Tom.
„Nei, Tom, byssur mundu
ekki koma að haldi. Segið þeim,
að við þörfnumst vopna, sem
hægt er að fara leynt með —
sprengiefni, dynamit, til þess að
sprengja upp járnbrautir, hand-
sprengjur, ef hægt er, jafnvel