Úrval - 01.09.1942, Side 120

Úrval - 01.09.1942, Side 120
118 tíRVAL hann, þegar þeir tóku alla hina hundana.“ „Það kom ekki til mála, að láta hunda éta matinn, sem við þurftum að fá,“ tók liðþjálfinn til máls. „Ég er svo sem ekki að kvarta. Ég veit, að það var nauðsynlegt. Mér finnst það bara skrítið, að sumt fólk hér hefir hunda og það hefir samt minna að éta en við. Það eru líka allir anzi kviðdregnir, bæði hundar og menn.“ „Þeir eru fífl,“ svaraði lið- þjálfinn. „Þess vegna töpuðu þeir svo fljótt. Þeir kunnu ekki að skipuleggja hjá sér eins og við.“ „Mér þætti gaman að vita, hvort maður fær að eiga hunda, þegar þetta verður allt um garð gengið,“ tók hermaðurinn aftur til máls. „Ég hefi heyrt því fleygt, að Foringjanum sé lítið um hunda gefið. Mér hefir verið sagt, að hann fái kláða og hnerra af þeim.“ „Það er fullt af þessum slúð- ursögum,“ svaraði liðþjálfinn. „Hlustið!" Varðflokkurinn nam staðar og mennirnir heyrðu hátt í lofti býflugnasuð flugvéla. „Þarna koma þeir,“ tók lið- þjálfinn til máls. ,,Eru ekki orðnar þrjár vikur síðan þeir komu síðast.“ Verðirnir við námuna heyrðu líka flugvélagnýinn. „Þeir fljúga. hátt,“ sagði liðþjálfi nokkur og Loftur höfuðsmaður hallaði undir flatt til þess að heyra bet- ur. „Ég gizka á, að þeir séu í 20.000 feta hæð,“ sagði hann. „Þeir ætla ef til vill lengra.“ „Þær eru ekki margar,“ svar- aði liðþjálfinn. „Varla fleiri en tvær eða þrjár.“ Hátt í lofti drógu flugmenn- irnir úr benzíngjöfinni til hreyfl- anna og hnituðu hringa. Úr kviði hverrar flugvélar féllu litl- ir sívalningar í hundraðatali. Er þeir höfðu fallið nokkur fet, opnuðust litlar fallhlífar, er festar voru við hvern þeirra, svo að þeir féllu hægt til jarðar. Að svo búnu flugu flugvélarnar leiðar sinnar. Vindurinn dreifði úr fallhlíf- unum. Þær íiðu hægt til jarðar og ein þeirra kom niður rétt fyrir framan varðflokkinn. Lið- þjálfinn tók til máls: „Farið gætilega! Þetta er eflaust tíma- sprengja!“ „Þetta er ekki nógu stórt til þess,“ svaraði einn hermann- anna. „Jæja, en farið samt ekki of
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.