Úrval - 01.09.1942, Page 121
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
1199
nærri því.“ Liðþjálfinn lýsti með
vasaljósi sínu á hlutinn. Hann
sá litla, bláa fallhlíf og við hana
var festur lítill pakki, sem var
vafinn inn í bláan pappír.
„Enginn má snerta þetta,“
skipaði liðþjálfinn. „Harry, þú
verður að fara niður að nám-
unni og ná í höfuðsmanninn. Við
höfum gætur á þessum fjanda
á meðan.“
Það dagaði að lokum og fólk,
sem fór út, sá bláu sívalning-
anna, sem lágu um allt í snjón-
um. Það tók þá upp, reif utan
af þeim og las hinar prentuðu
leiðbeiningar. Jafnskjótt varð
hver finnandi flóttalegur á svip,
faldi sívalninginn undir frakka
sínum og fór með hann á af-
vikinn stað, þar sem óhætt var
að fela hann.
Orð var látið berast til barn-
anna í bænum um sívalningana
með súkkulaðinu og þau fóru
strax á stúfana að leita. Aldrei
höfðu þau verið eins iðin, og
jafnskjótt og þau sáu eitthvað
blátt í snjónum, þustu. þau
þangað, tóku það upp og fóru
með það til foreldra sinna. Sumt
af fólkinu var skelkað, og það
afhenti hernum þá sívalninga,
sem því bárust í hendur. En það
var ekki margt. Þá voru her-
mennirnir sendir í samskonar
leit og börnin, en þeir voru eng-
an veginn eins iðnir eða fund-
vísir.
Loftur höfuðsmaður stóð við:
borðið í setustofunni í borgar-
stjórabústaðnum. „Komið inn
með það,“ skipaði hann.
Hermaður kom inn með f jölda
sívalninga í fanginu.
„Látið þá á borðið,“ skipaði
höfuðsmaðurinn því næst og
hermaðurinn gerði það með
mestu varúð. „Farið upp til
Lanser ofursta og segið honum,,
að ég sé kominn með — hlutina.“
Loftur tók einn af sívalning-
unum í hönd sér og svipur hans
lýsti ógeði. Lanser ofursti kom
hvatlega inn í herbergið og
Hunter majór á hæla honum.
„Hafið þér rannsakað þá,..
Hunter?“ spurði Lanser.
Hunter dró fram stól og sett-
ist. „Ekki mjög nákvæmlega,“
svaraði hann. „Járnbrautin
hefir verið rofin á þrem stöðum
fyrstu sextán kílómetrana héð-
an.“
„Jæja, athugið þá og segið
okkur skoðun yðar á þeim.“
Hunter tók einn sívalninginn
og reif ytri umbúðirnar af hon-
um. „Þetta er venjulegt dyna-
mit. Það er venjuleg hvellhetta