Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 122
120
ÚRVAL
á sprengjunni — springur mín-
útu eftir að búið er að ganga
frá henni.“ Hann lét sprengjuna
aftur á borðið. „Þær eru mjög
ódýrar og einfaldar í notkun.“
„Þetta er djöfullegt tæki,“
sagði Lanser ofursti. „Umbúð-
irnar eru bláar, svo að það er
auðvelt að koma auga á þær.
Ef maður tekur yztu umbúð-
irnar af, þá kemur lítill súkku-
laðibiti í ljós. Allir munu leita
að þessu. Ég þori að veðja, að
hermennirnir okkar stela súkku-
laðinu. Börnin leita að þessu
eins og páskaeggjum.“
Hunter leit upp frá kopar-
hvellhettunni, er hann hafði
verið að virða fyrir sér. „Er
mikið af þessu? Vörpuðu þeir
þeim alls staðar?“
„Nei, það er skrítnast af öllu.
Ég talaði til höfuðborgarinnar
og var sagt, að þessu hefði ein-
göngu verið varpað niður hér.“
„Hvernig ber að líta á það?“
spurði Hunter.
„Það er ekki gott að segja.
Ég held, að þetta sé gert í til-
raunaskyni. Ég býst við því, að
ef árangurinn þyki góður hér,
þá verði þetta notað alls staðar.
Ég hefi fengið fyrirskipun frá
höfuðborginni, um að þetta skuli
upprætt svo harðneskjulega, að
þeir reyni ekki að varpa því nið-
ur annars staðar.
„Já, herra,“ greip Loftur nú
fram í. „Við verðum að stöðva
þetta tafarlaust. Við verðum að
handtaka og refsa hverjum
þeim, sem tekur þessa sívaln-
inga upp, áður en þeim gefst
tími til þess að nota þá.“
Lanser brosti til hans. „Verið
þér rólegur, Loftur höfuðsmað-
ur. Við skulum athuga þetta í
ró og næði og rasa ekki um ráð
fram.“
Hann tók nýjan sívalning úr
hrúgunni og tók umbúðirnar af
honum. Hann tók súkkulaði-
stöngina, bragðaði á því og sagði:
„Þetta er gert með djöfullegri
kænsku. Súkkulaðið er svo gott,
að ég get ekki annað en etið
það.“ Hann fór að lesa það, sem
prentað var innan á umbúðirn-
ar: „Til hinnar ósigruðu þjóðar:
Felið þetta. Það er gjöf frá vin-
um ykkar til ykkar og frá ykk-
ur til fjandmanna ykkar. Reyn-
ið ekki að gera of mikið með
því.“ Hann renndi augunum yfir
blaðið: „Hérna stendur „Járn-
brautirnar úti um sveitir" og
„starfið að næturlagi“ og enn:
„hindra samgöngur“. Hér koma
svo leiðbeiningar, þegar á að
nota, þetta gegn járnbrautum: