Úrval - 01.09.1942, Page 124

Úrval - 01.09.1942, Page 124
322 TÍRVAL ,,Nei, en þeir gera það ef til vill. Getið þér gert yður í hug- arlund, hvernig mönnunum yrði innanbrjósts, ef þeir fréttu, að allir í bænum hefðu arsenik í fórum sínum? Mundu þeir geta ■etið og drukkið óhultir?“ „Ákveðið þér bardagaaðferð- ir fjandmannanna fyrir þá, ofursti?" spurði Hunter þurr- iega. „Nei, en ég er að reyna að gera mér í hugarlund, hvernig hann muni haga sér, til þess að hann geti ekki komið okkur á ■óvart.“ „Hér sitjum við og tölum, þegar við ættum að vera að leita að sprengjunum,“ greip Loftur nú fram í. „Já, við verðum auðvitað að leita,“ svaraði Lanser. „Farið með flokk manna, Loftur, og látið Prackle taka annan. Ég víldi óska, að við hefðum meira a,f ungum liðsforingjum. Það var ekki til neinna bóta, að Tonder fór að láta drepa sig. Hvers vegna gat hann ekki látið kvenfólk í friði?“ „Mér geðjast ekki alls kostar a,ð því, hvernig Prackle liðsfor- ingi hagar sér,“ sagði Loftur. „Hann er þunglyndur og upp- stökkur." „Já, ég veit það,“ svaraði Lanser. „En reynið að hafa hemil á honum. Byrjið leitina, en skjótið engan, nema hann hafi verið staðinn að verki.“ „Já, herra ofurstí,“ sagði Loftur höfuðsmaður og fór út úr herberginu. „Ég held, að það sé bezt að þér farið að hyggja að járn- brautarteinunum yðar, Hunter. Það má búast við því, að reynt verði að sprengja þá upp í nótt.“ „Já,“ svaraði Hunter um leið og hann reis úr sæti sínu. „Ég geri ráð fyrir, að skipanir komi frá höfuðborginni?" „Já.“ „Eru þær —“ „Þér vitið, hvernig þær hljóða,“ greip Lanser fram í. „Takið forsprakkana, skjótið forsprakkana, takið gisla, skjót- ið gislana, takið fleiri gisla, skjótið þá“ — hann hafði hækk- að röddina, en nú lækkaði hann hana aftur, svo að varla mátti heyra, hvað hann sagði — „og hatrið vex og djúpið milli okk- ar verður æ breiðara og dýpra.“ Hunter hikaði. „Hafa þeir dæmt til dauða nokkurn af nafnalistanum ?“ Um leið og hann sagði þetta, bandaði hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.