Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 124
322
TÍRVAL
,,Nei, en þeir gera það ef til
vill. Getið þér gert yður í hug-
arlund, hvernig mönnunum yrði
innanbrjósts, ef þeir fréttu, að
allir í bænum hefðu arsenik í
fórum sínum? Mundu þeir geta
■etið og drukkið óhultir?“
„Ákveðið þér bardagaaðferð-
ir fjandmannanna fyrir þá,
ofursti?" spurði Hunter þurr-
iega.
„Nei, en ég er að reyna að
gera mér í hugarlund, hvernig
hann muni haga sér, til þess að
hann geti ekki komið okkur á
■óvart.“
„Hér sitjum við og tölum,
þegar við ættum að vera að leita
að sprengjunum,“ greip Loftur
nú fram í.
„Já, við verðum auðvitað að
leita,“ svaraði Lanser. „Farið
með flokk manna, Loftur, og
látið Prackle taka annan. Ég
víldi óska, að við hefðum meira
a,f ungum liðsforingjum. Það
var ekki til neinna bóta, að
Tonder fór að láta drepa sig.
Hvers vegna gat hann ekki látið
kvenfólk í friði?“
„Mér geðjast ekki alls kostar
a,ð því, hvernig Prackle liðsfor-
ingi hagar sér,“ sagði Loftur.
„Hann er þunglyndur og upp-
stökkur."
„Já, ég veit það,“ svaraði
Lanser. „En reynið að hafa
hemil á honum. Byrjið leitina,
en skjótið engan, nema hann
hafi verið staðinn að verki.“
„Já, herra ofurstí,“ sagði
Loftur höfuðsmaður og fór út
úr herberginu.
„Ég held, að það sé bezt að
þér farið að hyggja að járn-
brautarteinunum yðar, Hunter.
Það má búast við því, að reynt
verði að sprengja þá upp í
nótt.“
„Já,“ svaraði Hunter um leið
og hann reis úr sæti sínu. „Ég
geri ráð fyrir, að skipanir komi
frá höfuðborginni?"
„Já.“
„Eru þær —“
„Þér vitið, hvernig þær
hljóða,“ greip Lanser fram í.
„Takið forsprakkana, skjótið
forsprakkana, takið gisla, skjót-
ið gislana, takið fleiri gisla,
skjótið þá“ — hann hafði hækk-
að röddina, en nú lækkaði hann
hana aftur, svo að varla mátti
heyra, hvað hann sagði — „og
hatrið vex og djúpið milli okk-
ar verður æ breiðara og dýpra.“
Hunter hikaði. „Hafa þeir
dæmt til dauða nokkurn af
nafnalistanum ?“ Um leið og
hann sagði þetta, bandaði hann