Úrval - 01.09.1942, Side 125

Úrval - 01.09.1942, Side 125
TUNGLIÐ ER HORFIÐ 123 i áttina til svefnherbergis borg- arstjórans. Lanser hristi höfuðið. „Nei, ekki enn þá. Þeir verða aðeins hafðir í haldi. Jæja, takið til starfa, majór. Ég þarf að tala við Correll.“ Correll var breyttur maður, er hann kom inn í stofuna. Vinstri handleggur hans var í fatla og andlit hans var haturs- fullt og hörkulegt. ,,Ég hefði átt að koma fyrr, en ég hikaði, af því að þér virt- ust ekki óska samvinnu minnar neitt sérstaklega,“ tók hann til máls. „Þér munuð hafa verið að bíða eftir svari við skýrslu yðar,“ svaraði Lanser. „Ég var að bíða eftir meiru en því. Þér neituðuð mér um valdastöðu. Þér sögðuð, að ég væri til einskis nýtur og þér lét- uð borgarstjórann sitja áfram í embætti sínu gegn ráðleggingu minni.“ „Ef hann hefði ekki gegnt því embætti, mundu hér hafa verið meiri óeirðir en raun ber vitni.“ „Það er eftir því, hvernig á það er litið,“ sagði Correll. „Hann er leiðtogi uppreistar- manna.“ „Vitleysa," svaraði Lanser. „Hann er alveg hættulaus mað- ur.“ „Correll tók nú svarta minn- isbók upp úr vasa sínum með þeirri hendi, sem heil var og opnaði hana. „Þér gleymið, of- ursti, að ég hefi mín sambönd, að ég var búinn að vera hér lengi, þegar þér komuð. Ég verð að tilkynna yður það, að Orden borgarstjóri hefir haft náið samband við allt, sem gerzt hef- ir í þessu bæjarfélagi. Kvöldið, sem Tonder var myrtur, var hann í húsinu þar sem morðið var framið. Þegar stúlkan flýði til f jalla, leyndist hún hjá einum af ættingjum hans. Ég rakti slóð hennar þangað, en þá var hún öll á bak og burt. I hvert skipti, sem menn hafa flúið, þá hefir hann vitað um það. Og ég gruna hann meira að segja um að eiga einhvern þátt í því, að þessar fallhlífar voru látnar svífa til jarðar.“ „En þér getið ekki sannað það,“ sagði Lanser með ákefð. ,,Nei,“ svaraði Correll, ,,ég get ekki sannað það. Ég veit það fyrsta, en hefi aðeins grun um það síðasta. Þér eruð ef til vill fús til að hlusta á mig nú?“ „Upp á hverju stingið þér?“ spurði Lanser með hægð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.