Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 125
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
123
i áttina til svefnherbergis borg-
arstjórans.
Lanser hristi höfuðið. „Nei,
ekki enn þá. Þeir verða aðeins
hafðir í haldi. Jæja, takið til
starfa, majór. Ég þarf að tala
við Correll.“
Correll var breyttur maður,
er hann kom inn í stofuna.
Vinstri handleggur hans var í
fatla og andlit hans var haturs-
fullt og hörkulegt.
,,Ég hefði átt að koma fyrr,
en ég hikaði, af því að þér virt-
ust ekki óska samvinnu minnar
neitt sérstaklega,“ tók hann til
máls.
„Þér munuð hafa verið að
bíða eftir svari við skýrslu
yðar,“ svaraði Lanser.
„Ég var að bíða eftir meiru
en því. Þér neituðuð mér um
valdastöðu. Þér sögðuð, að ég
væri til einskis nýtur og þér lét-
uð borgarstjórann sitja áfram í
embætti sínu gegn ráðleggingu
minni.“
„Ef hann hefði ekki gegnt því
embætti, mundu hér hafa verið
meiri óeirðir en raun ber vitni.“
„Það er eftir því, hvernig á
það er litið,“ sagði Correll.
„Hann er leiðtogi uppreistar-
manna.“
„Vitleysa," svaraði Lanser.
„Hann er alveg hættulaus mað-
ur.“
„Correll tók nú svarta minn-
isbók upp úr vasa sínum með
þeirri hendi, sem heil var og
opnaði hana. „Þér gleymið, of-
ursti, að ég hefi mín sambönd,
að ég var búinn að vera hér
lengi, þegar þér komuð. Ég verð
að tilkynna yður það, að Orden
borgarstjóri hefir haft náið
samband við allt, sem gerzt hef-
ir í þessu bæjarfélagi. Kvöldið,
sem Tonder var myrtur, var
hann í húsinu þar sem morðið
var framið. Þegar stúlkan flýði
til f jalla, leyndist hún hjá einum
af ættingjum hans. Ég rakti
slóð hennar þangað, en þá var
hún öll á bak og burt. I hvert
skipti, sem menn hafa flúið, þá
hefir hann vitað um það. Og ég
gruna hann meira að segja um
að eiga einhvern þátt í því, að
þessar fallhlífar voru látnar
svífa til jarðar.“
„En þér getið ekki sannað
það,“ sagði Lanser með ákefð.
,,Nei,“ svaraði Correll, ,,ég get
ekki sannað það. Ég veit það
fyrsta, en hefi aðeins grun um
það síðasta. Þér eruð ef til vill
fús til að hlusta á mig nú?“
„Upp á hverju stingið þér?“
spurði Lanser með hægð.