Úrval - 01.09.1942, Side 127

Úrval - 01.09.1942, Side 127
TUNGLIÐ ER HORFIÐ 125 svefnherbergi borgarstjórans. Annie lá á hnjánum fyrir fram- an arininn og lét kol á eldinn. Hún leit á varðmanninn við svefnherbergisdyrnar og sagði við hann með þrjózku: „Jæja, hvað ætlið þið að gera við hann?“ Hermaðurinn svaraði ekki. Hinar dyr stofunnar voru nú opnaðar og annar hermaður kom inn og leiddi Winter lækni. „Hvernig líður hans hágöfgi, Annie?“ sagði læknirinn. „Hann er þarna inni,“ svaraði Annie og benti á svefnherbergis- dyrnar. „Hann er vonandi ekki veik- ur?“ spurði Winter. „Nei, hann virðist ekki vera það,“ svaraði Annie. „Ég skal athuga, hvort ég get sagt hon- um að þér séuð hér.“ Hún gekk til varðmannsins og sagði í skipunarrómi: „Segið hans há- göfgi, að Winter læknir sé hér. Heyrið þér það?“ Vörðurinn gerði hvorki að svara né hreyfa sig, en hurðin var opnuð að baki hans og Ord- en borgarstjóri birtist í dyra- gættinni. Hann lét sem hann sæi ekki varðmanninn, gekk rak- leiðis fram hjá honum og fór fram í stofuna. Varðmaðurinn var andartak að íhuga að sækja hann aftur, en hætti svo við það og fór aftur á stað sinn. „Þakka þér fyrir, Annie,“ sagði Orden. „Farðu ekki langt, ef ég skyldi þurfa á þér að halda.“ „Ég skal gæta þess,“ svaraði Annie. „Er þér eitthvað á höndum, læknir ?“ spurði Orden því næst. Winter glotti kuldalega og benti aftur fyrir sig á varð- manninn. „Ég geri ráð fyrir, að ég eigi að heita fangi. Hann vinur minn þarna kom með mig.“ „Þetta hlaut víst að fara svo,“ svaraði Orden. „Hvað ætli þeir geri næst?“ Mennirnir horfðust í augu drykklanga stund og hvor um sig vissi, hvað hinn var að hugsa. Síðan sagði Orden upphátt, eins og hann væri að ljúka við eitthvað, sem hann hefði verið að segja. „Ég get ekki stöðvað það úr þessu, jafnvel þótt ég væri allur af vilja gerður, eins og þú veizt.“ „Ég veit það,“ svaraði Wint- er, ,,en þeir vita það ekki.“ Síð- an sagði hann í áframhaldi af því, sem hann hafði verið að hugsa: „Stundvís þjóð — og stundin nálgast óðum. Þeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.