Úrval - 01.09.1942, Page 128
126
ÚKVAL
halda, að af því að þeir hafa að-
eins einn foringja og eitt höfuð,
séu allir þannig. Þeir vita ekki,
að þegar hættan steðjar að, þá
spretta foringjar upp eins og
gorkúlur.“
Orden lagði höndina á öxl
honum og sagði: „Þakka þér
fyrir að segja þetta. Ég vissi
það, en það er gott að heyra
þetta af þínum munni. Lítil-
magninn mun ekki bíða ósigur,
heldur þú það?“ Hann horfði
með eftirvæntingu framan í
Winter.
„Nei, það skeður aldrei,“
svaraði læknirinn.
„Mér þætti gaman að vita,
hvers vegna þeir tóku þig líka
fastan,“ sagði Orden. „Ég geri
ráð fyrir því, að þeir neyðist til
að drepa þig líka.“
„Það hugsa ég,“ svaraði
Winter.
„Þú veizt það.“ Orden þagn-
aði sem snöggvast, en bætti svo
við. „Þú veizt, að ég er aðeins
alþýðumaður og þetta er lítil
borg, sem við eigum heima í,
en ég er samt þeirrar skoðunar,
að til sé sá neisti í óbreyttum
alþýðumönnum, sem getur
blossað upp. Ég er hræddur, ég
er afar hræddur, en jafnframt
finn ég til einhverrar hreykni,
eins og ég sé meiri og betri en
ég er í raun og veru.“
Lanser ofursti kom nú inn í
stofuna og verðirnir réttu úr
sér. „Orden,“ tók ofurstinn til
máls, „þetta verður að hætta.“
Orden brosti til hans. „Það er
ekki hægt.“
„Ég lét handtaka yður til þess-
að hafa yður að gisli fyrir því
að fólkið hegði sér sómasam-
lega,“ svaraði Lanser hranalega.
„Það er sú fyrirskipun, sem ég
hefi fengið.“
„Það mun ekki stöðva það að
heldur,“ sagði Orden blátt
áfram. „Þér skiljið ekki, hvern-
ig í þessu liggur. Ef ég verð
fólkinu til hindrunar, þá mun
það komast af án mín.“
„Viljið þér segja mér satt um
það, hvað þér haldið um þetta?“
spurði Lanser nú. „Hvað gerir
fólkið, ef það fréttir, að þér
verðið skotinn jafnskjótt og
kveikt verður í sprengju?“
Lanser leit á læknirinn, eins
og hann vonaðist eftir hjálp frá
honum. „Hvað gerir það?“
„Ég veit það ekki,“ svaraði
borgarstjórinn. „Ég hugsa, að
það yrði kveikt í sprengjunni
engu að síður.“
„Gerum ráð fyrir, að þér biðj-
ið fólkið um að gera það ekki?“