Úrval - 01.09.1942, Page 129
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
12t
Winter tók nú til máls: „1
morgun sá ég lítinn dreng hlaða
snjókarl, meðan þrír menn
yðar horfðu á til þess að ganga
úr skugga um, að hann reyndi
ekki að láta hann líkjast for-
ingja ykkar. Karlinn var furðu
líkur áður en þeir eyðilögðu
hann.“
Lanser lét sem hann heyrði
ekki orð læknisins. „Gerum ráð
fyrir, að þér biðjið fólkið að gera
það ekki?“ endurtók hann.
Orden var sem í leiðslu.
Augun vöru hálflokuð og hann
reyndi að hugsa. ,,Ég er ekki
sérstaklega hugrakkur maður,
herra minn,“ tók hann svo til
máls. „Ég held, að það verði
kveikt í henni samt.“ Hann
reyndi að tala rólega. „Ég vona,
að fólkið kveiki í henni, en ef
ég bið um, að það verði ekki
gert, þá mun því þykja það leið-
inlegt.“
„En þér haldið, að það muni
kveikja í henni samt?“ spurði
Lanser enn.
Borgarstjórinn var nú hreyk-
inn, er hann tók til máls á nýj-
an leik. „Já, það verður kveikt
í henni. Ég ræð því ekki, hvort
ég lifi eða dey, herra minn, en
ég ræð því, hvernig ég fer að
því. Ef ég segi fólkinu, að berj-
ast ekki, mun því þykja það leitt,.
en gera það samt. Ef ég segi
því að berjast, mun það gleðj-
ast og ég, sem er engin hetja,
mun hafa gert það dálítið hug-
rakkara." Hann brosti eins og
til að afsaka sig. „Þér sjáið, að
það er mjög auðvelt fyrir mig
að gera þetta, því að örlög mín
verða hvort sem er þau sömu.“
„Við getum sagt því, að þér
hafið sagt nei, enda þótt þér
segið já,“ svaraði Lanser. „Við
getum sagt, að þér hafið beðið
yður griða.“
Winter greip nú fram í reiði-
lega. „Það mundi vita sannleik-
ann. Þið kunnið ekki að varð-
veita leyndarmál. Einn manna
ykkar missti stjórn á sér um
daginn og hann sagði, að flug-
urnar hefði lagt undir sig
flugnaveiðarann, og nú veit
þjóðin öll um þessi orð hans.
Það er meira að segja búið að
semja söng um þau. Flugurnar
hafa lagt undir sig flugnaveiðar-
ann. Þið kunnið ekki að varð-
veita leyndarmál, ofursti."
Orden tók nú aftur til máls
og talaði mjög rólega. „Þér sjá-
ið, herra minn, að ekkert getur
breytt þessu. Þið verðið sigraðir
og reknir úr landinu." Hann
lækkaði röddina enn. „Þjóðin