Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 2
BRÉF FRÁ LESENDUM
Herra ritstjóri!
G er ekki ánægður með hug-
takið („hverjum þykir ekki
hólið gott") í bréfinu, sem stíl-
að er til okkar lesendanna (6.
hefti). ffig álít að ÍTrval hafi
fengið viðurkenningu og sé met-
ið að verðleikum.
Hvers vegna ekki að fara
eftir visbendingum lesendanna,
að gera Úrval að mánaðarriti?
Virðingarfyllst,
E. K.
Herra ritstjóri!
ITT bréf enn frá yðar si-
fjölgandi lesendahóp, og ein
beiðni enn af mörgum. Gætuð
þér ekki flutt fleiri myndir í
riti yðar efninu til skýringar?
Ég er viss um, að þær verða vel
þegnar. Orð gefa oft rangar
hugmyndir en síður þegar mynd-
ir fylgja, t. d. af „Parísardöm-
unni“ í seinast hefti, hún gaf
mér góða hugmynd um þennan
risa, betri en mörg orð hefðu
gert. Annars finnst mér óskir
lesendanna til TJrvals ærið
sundurleitar og vart hægt að
gera alira vilja, eins og segir i
visimni:
Það er vandi að velja leið
og vinna fjöldans hylli
og láta alltaf skríða skeið
skers og báru milli.
Greinin „Ég sjálfur á jörð-
inni“ í seinasta hefti, vakti at-
hygli mína vegna hins persónu-
lega og sérstæða stíls, er á henni
var, en annars fannst mér efnið
harla léttvægt, en gjama gæti
ég lesið fleiri greinar svipaðar
þessari.
Og að síðustu: Hvenær verð-
ur tJrval gert að mánaðarriti?
Með beztu framtiðaróskum.
„Skagstrendingur".
URVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri: Gisli ólafsson. Afgreiðsla og ritstjóm Kirkjustræti 4,
pósthólf 365, Reykjavík. Kemur út sex sinnum á ári. Verð kr. 7,00
hvert hefti. Utanáskrift tímaritsins er: tJrval, pósthólf 365, Reykjavík.
Sent til allra bóksala á landinu, og taka þeir við áskriftum. Einnig
sent gegn póstkröfu til áskrifenda, sem ekki búa í nágrenni bóksala.
CT6EFANDI: STENDÓRSPRENT H.F.