Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 63
Brezka vísindatímaritið „Nature“ birti i febrúar
grein um uppnma tungumála, er nefnist.
Indó-evrópsk tungumól eiga rót sína
að rekja til bendingamóls.
Eftir próf. Alexander Jóhannesson.
„Prófessor Alexander Jóhannesson
er fyrsti viðurkenndi málvísindamað-
ur, sem með gaumgæfni hefir at-
hugað hljóð málsins með tilliti til
þeirra bendinga, sem orsökuðu þau.
Hefir hann á þann hátt uppgötvað,
að hljóðin eiga rætur sínar að rekja
til bendinga." — Þetta eru ummæli
Sir Richards Pagets i marzhefti
brezka vísindatímaritsins „Nature",
og er vitnað til greinar eftir próf.
Alexander í næsta hefti á undan.
Kveður Sir Richard prófessorinn hafa
komizt af sjálfsdáðum að svipuðum
niðurstöðum og hann komst að sjálf-
ur, eftir að hafa rannsakað hljóð-
myndun mannsraddarinnar.
En um rannsóknir sínar segir próf.
Alexander þetta í hinni ensku tíma-
ritsgrein sinni:
UUGMYNDIR þær, er settar
A 1 eru fram í bók Sir Richards
Pagets „Human Speech“ (1930)
eru þær meðal margra kenn-
inga um uppruna málsins, sem
sennilegastar eru og líklegastar
til að gerbreyta upprunamál-
fræðinni. I bók þessari heldur
hann því fram, að talfærin hafi
í öndverðu líkt eftir líkams-
bendingum, aðallega handbend-
ingum þeim, sem homo sapi-
ens (frummaðurinn) notaði til
samtals fyrir um 30.000 árum.
Var hugmynd þessi fyrst sett
fram í ritgerð um Pólýnesíu-
tunguna eftir Dr. J. Rae 1862
(sem tekin er upp í „Human.
Speech“). Leggur Sir Richard
áherzlu á að hið eðlilega bend-
ingamál málleysingja og Rauð-
skinna geti gefið nothæfar bend-
ingar um það, hvemig tungu-
mál mannsins þróaðist. Segir
það sig sjálft, að sé bendinga-
kenningin rétt, þá má hafa mik-
il not af því að rannsaka bend-
ingamál um heim allan.
Ég hefi um margra ára skeið
haft með höndum rannsókn á
sama viðfangsefni, og Háskóli
Islands hefir nýskeð birt bók
mína um þetta: „Um frum-
tungu Indógermana og
frumheimkynni". Hafði ég
nær lokið þeirri bók, er ég las