Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 37
.BRENNIÐ ÞIÐ VITAR“
35
spyrja um líðan aðstoðarmann-
anna. Er honum var sagt, að
þeir væru lítið meiddir, sagði
hann: ,,Ég er feginn, það er ekki
nema sanngjarnt, að ég, sem
ber ábyrgðina, þjáist mest.“
Læknarnir töldu Dalén af. En
hinn sterki líkami bóndans og
ódrepandi lífsþróttur sigraði.
Sjónina missti hann þó. Bróðir
hans, Albin, sem þá var orðinn
færasti augnlæknir Svía, reyndi
árangursiaust að bjarga öðru
auganu, en sjóntaug þess hafði
sioppið óskemmd.
Þegar sænska vísindafélagið
sæmdi hann Nóbelsverðlaunun-
um í eðlisfræði árið 1912, var
honum raun að heiðrinum: „Við
hverju búast þeir frá mér, sem
er einskis megnugur," sagði
hann.
En von bráðar hresstist hann
aftur og endurheimti sitt fyrra
viljaþrek. Hann ákvað að halda
áfram starfi sínu sem forstöðu-
maður hins fræga sænska AGA-
félags (Aktiebolaget Gas Aceu-
mulator). Aðstoðarmenn hans
furðaði stórlega á því, að þegar
þeir lýstu fyrir honum véla-
teikningum, gat hann strax
bent á galla, sem þurfti að lag-
færa.
Með tímanum varð hann að
nokkurskonar véfrétt og ríkis-
stjómin leitaði oft ráða hans.
1 opinberum veizlum var hann
tíður gestur, glaður og reifur
sessunautur, sem sýndi engin
önnur ytri missmíði en dökk
gleraugu.
Hagur AGA-félagsins blómg-
aðist undir hans stjórn, og það
færði út kvíamar. Ljósatæki
frá því veittu aukið öryggi á
járnbrautum og þjóðvegum, og
segja má, að næturflugið á síð-
ustu árum sé þeim að þakka.
Dalén fann sjálfur upp hina
frægu AGA-eldavél, sem heldur
á sér suðuhita í sólarhring með
4 kílóum af koksi.
Árið 1936 kallaði hinn 67 ára
gamli forseti saman stjórnar-
nefnd í AGA. „Læknirinn minn
segir mér, að ég sé með ólækn-
andi krabbamein, en ég starfa
á meðan ég get,“ sagði hann.
Svo tók hann fyrir næsta mál.
Þann 9. desember 1937 and-
aðist Gústaf Dalén í húsinu
sínu fyrir ofan höfnina. Þegar
skipin, sem komu til Stokk-
hólms þennan dag, fóm inn
sundið, hægðu þau skriðinn og
drógu flagg í hálfa stöng til
minningar um manninn, er hafði
lýst þeim til hafnar.